Einn örn og nýtt vallarmet á gulum teigum sett á fimmta móti Esju mótaraðarinnar
Í gær fór fram fimmta mót Esju mótaraðarinnar á Hlíðarendavelli í frábæru veðri þar sem 41 þátttakandi voru skráðir til leiks, 30 í karlaflokki og 11 í kvennaflokki. Margir sýndu góða takta og voru t.d. 26 fuglar settir niður, 23 í karlaflokki og 3 í kvennaflokki, og reyndust holur 1, 6 og 7 vera þær holur sem flestir fuglar náðust á.
Þá náði sigurvegari í karlaflokki Karl Goðdal Þórleifsson Erni á holu 16 en hún skilaði þessum níu ára gutta sigri í flokknum með 43 punkta, geggjað hjá honum. Í kvennaflokki sigraði Gígja Rós Bjarndóttir með 41 punkt og í opnum flokki án forgjafar sigraði Hákon Ingi Rafnsson með 38 punkta. Hákon lék á 70 höggum, sem er tveimur höggun undir pari vallarins miðað við 18 holur, og er það nýtt vallarmet á gulum teigum.
Hér fyrir neðan má sjá Hákon og Gígju með vinningana sína:)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.