Húnvetningar krækja í markahrókinn Ismael á ný

Húnvetningar hafa verið í pínu basli með að skora í 2. deildinni í sumar en nú gæti mögulega ræst aðeins úr málum því Ismael Sidibe hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Kormák/Hvöt. Hann fór mikinn með liði Húnvetninga í fyrrasumar, gerði þá 18 mörk í 19 leikjum og ef hann heldur því formi áfram með Kormáki/Hvöt eru Húnvetningar í góðum málum.

Fyrsta sumarið á Íslandi lék kappinn með Einherja og gerði þar tíu mörk í 13 leikjum. Hann lék svo með Kormáki/Hvöt í fyrra en skipti svo yfir í Reyni Sandgerði í vetur. Sandgerðingar hafa ekki náð sér á strik í 2. deildinni í sumar og Ismael ekki heldur, hann hefur skorað tvívegis í sex leikjum. Nú er bara ajá hvort hann nær að brýna markaskóna á nýjan leik í fersku loftinu fyrir norðan.

Á Aðdáendasíðu Kormáks segir: „Ismael ætti að koma róti á sóknarleik Kormáks Hvatar, en liðið hefur aðeins einu sinni skorað meira en eitt mark í deildinni í sumar. Spennandi seinni umferð framundan!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir