Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal valinn í U21 landsliðið í hestaíþróttum
Á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga segir að undirbúningur fyrir Norðurlandamótið sé á blússandi siglingu og nú liggur fyrir hvaða knapar munu keppa fyrir Íslands hönd í yngri flokkunum. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal í Hestamannafélaginu Þytur í Húnaþingi vestra var valinn í hópinn og hefur verið hluti af honum undanfarin ár.
Þá segir að Íslenska liðið þurfi að mestu leyti að stóla á lánshesta á Norðurlandamótinu og því verði mótið ansi skemmtileg áskorun. Enginn útflutningur var á hestum frá Íslandi frá 12. júlí fram í miðjan ágúst sem gerir það að verkum að einungis einn hestur, sem var fluttur út þann 1. júlí, verður orðinn fullbólusettur þegar mótið hefst. Liðið þarf því að treysta á hesteigendur í Evrópu til að hjálpa við að hesta liðið og hefur það gengið vel.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.