Yfirlýsing SJÓR og SSÍ vegna banaslyssins við Stykkishólm
Sjósunds- og Sjóbaðsfélag Reykjavíkur (SJÓR) og Sundsamband Íslands (SSÍ) harma banaslysið sem varð við Stykkishólm aðfaranótt síðastliðins hvítasunnudags og votta aðstandendum hins látna innilega samúð.
Sjósund er holl og góð íþrótt sem reynir á margar hliðar andlegs og líkamlegs atgervis. Sjórinn getur verið varasamur ef ekki er farið að öllu með gát. Þess vegna er nauðsynlegt að sundfólk kynni sér vel aðstæður þar sem það hyggst leggjast til sunds og sundfólk ætti aldrei að vera eitt á ferð.
SJÓR og SSÍ hafa í vetur staðið fyrir fundum og námskeiðum um öryggismál sjósundsfólks. Hægt er að lesa um þau mál á heimasíðum SJÓR og SSÍ ásamt viðmiðunarreglum sem farið er eftir.
Sjósunds- og Sjóbaðsfélag Reykjavíkur Sundsamband Íslands
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.