Verið stækkar
feykir.is
Skagafjörður
27.05.2010
kl. 09.19
Fyrir skömmu var hafist handa við stækkun á Verinu um 740 fm sem mun gerbreyta allri vinnuaðstöðu Vermanna og skapa ný sóknarfæri. Byggingin mun rísa hátt á Eyrinni og setja svip á hafnarsvæðið og jafnvel Sauðárkrók.
-Við erum í dag sæmilega sett með rannsóknaraðstöðu en önnur vinnuaðstaða er orðin alltof lítil og óhentug, segir Gísli Svan Einarsson framkvæmdarstjóri Versins. -Hér hefur starfsfólki fjölgað og það má segja að það sé „lúxusvandamál“ að þetta húsnæði er í dag orðið alltof lítið.
Verið hefur í dag til umráða 1700 fm og eru þeir fullnýttir og hugsa menn sér því gott til glóðarinnar að geta fjölgað verkefnum og starfsfólki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.