Tæplega helmingur í framboði

Fimm af tólf fastastarfsmönnum á Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru í framboði fyrir komandi sveitastjórnar kosningar. Séu sumarstarfsmenn taldir með eru sjö af fimmtán í framboði fyrir framboðin þrjú sem bjóða fram í Húnaþingi vestra.

Feykir leit við á kaffistofu starfsmanna í síðustu viku bara svona rétt til þess að taka púlsinn, sem er góður enda ekki mikill kosningaslagur innan hús. -Ég held að ekkert okkar hafi látið sér detta í hug fyrirfram að við yrðum þetta mörg í framboði. Þá hefðum við líklega hugsað okkar gang, segir Elín jóna Rósinberg sem leiðir lista Samfylkingar í Húnaþingi vestra. Auk hennar eru í framboði þau. Leó Örn Þorleifsson sem leiðir lista Sjálfstæðismanna og óháðra, Rakel Runólfsdóttir í 6. sæti hjá sama lista auk Sigurbjargar Jóhannesdóttir sem er í öðru sæti. Hjá Framsókn eru síðan þau Ragnar Smári Helgason sem er í öðru sæti, Anna María Elíasdóttir í þriðja sæti og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir sem er í fimmta sæti.

Gárungarnir hafa talað um að ráðhúsið verði til hagræðingar flutt niður á skrifstofu Fæðingarorlofssjóð enda ljóst að hvernig sem fer munu starfsmenn sjóðsins verða í meirihluta í sveitastjórn. –Við munum hins vegar fara fram á það að fundartími sveitastjórnar verði aðlagaður að vinnutíma sjóðsins svo sem minnst röskun verði hér innanhús, segir frambjóðendurnir kampakátir að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir