Sumaropnun Hafíssetursins á Blönduósi
Eftir vetrarfrí opnar Hafíssetrið í Hillebrandtshúsi á Blönduósi á nýjan leik sunnudaginn 30. maí kl. 14:00 – 17:00. Þangað ættu allir að koma og skoða skemmtilega hluti tengdu hafís og norðurslóðum.
Skemmtilegar breytingar voru gerðar árið 2009 en hvítabjörn sem gekk á land við Hraun á Skaga var settur upp til sýningar. Á háalofti hússins var útbúið sér svæði ætlað börnum sem reynist sérlega spennandi unga fólkinu. Nú er búið að setja þar upp hljóðkerfi þar sem heyra má ýmis hljóð tengd hafís og hafísslóðum.
Á opnunardaginn er opið hús og þá verður boðið upp á kaffi, kakó, kleinur og pönnukökur og væri gaman að sjá sem flesta, segir í tilkynningu frá Hafíssetrinu.
Hafíssetrið verður opið alla daga í sumar frá kl. 11:00 – 17:00.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.