Sloppy Joe og heimatilbúinn ís | Matgæðingar Feykis
feykir.is
Skagafjörður, Í matinn er þetta helst, Lokað efni
07.02.2025
kl. 09.34
Matgæðingar vikunnar í tbl. 19, 2024, voru Tómas Pétur Heiðarsson og Agnes Ósk Gunnarsdóttir. Tómas er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki en Agnes kemur frá Selfossi en flutti í Mosfellsbæinn á unglingsárunum. Tómas og Agnes kynntust árið 2007 þegar þau unnu bæði upp í Kárahnjúkum en það var ekki fyrr en árið 2019 sem Tómas náði loksins að draga Agnesi í fjörðinn fagra. Tómas starfar hjá Vörumiðlun og Agnes er hársnyrtir á Klippiskúrnum. Þau eiga saman þrjú börn, Fanneyju Emblu, fædda 2009, Orra Frey, fæddan 2012 og Köru Sjöfn, fædda árið 2019. Þau eiga einnig hundinn Tind sem er sex ára gamall Bichon Frise.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.