Skóladagatal lagt fyrir fræðsluráð

Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþing vestra, lagði fram á fundi fræðsluráðs sveitarfélagsins á dögunum drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2010-2011.

Skóladagar nemenda eru 180 á skólaárinu, starfsdagar kennara á starfstíma nemenda eru 5, starfsdagar kennara utan starfstíma nemenda eru 8. Fræðsluráð samþykkir skóladagatalið. Sigurður lagði einnig fram yfirlit um forföll starfsmanna skólans frá ágúst 2009 - maí 2010. Samkvæmt yfirliti hans er kostnaður við greidd forföll um 2,9 millj. kr. og sparnaður við ómönnuð forföll um 2,2 millj. kr.

Þá greindi skólastjóri frá breytingum á starfsmannahaldi fyrir komandi skólaár. Vegna fæðingarorlofa verða þær Sigrún Dögg Pétursdóttir og Hjördís Ósk Óskarsdóttir ráðnar tímabundið til kennslu næsta skólaár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir