SKAÐAMAÐUR Jóhanns Frímanns komin út
Spennusagan SKAÐAMAÐUR eftir Jóhann Frímann Arinbjarnarson er komin í búðir og er hún fáanleg í KS á Sauðárkróki og Varmahlíð, í Samkaupi á Skagaströnd og Blönduósi, og í KVH á Hvammstanga.
Auk þess fer hún um helgina í dreifingu í allar bókabúðir Pennans Eymundssonar, á höfuðborgarsvæðinu, á Akranesi, Keflavík og á Akureyri.
SKAÐAMAÐUR er fyrsta skáldsaga Jóhanns og fjallar um einelti, vináttu, ást og hefnd, og yfirnáttúruleg fyrirbæri. Sannkallaður sumarsmellur. Höfundur hlaut styrk Menningarráðs Norðurlands vestra til þessa verkefnis.
túrí ehf er lítil útgáfa á Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Auk spennusögunnar gefur túrí út uppskriftabækur um íslenska matargerð á þýsku og frönsku, og föndurbókina SVEITIN HEILLAR um íslenska torfbæinn.
SKAÐAMAÐUR er fyrsta íslenska bók á vegum túrí ehf.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.