Sigurjón, starfsmaður úr ráðhúsi nú eða auglýsing
Sigurjón Þórðarson, einhver starfsmanna úr ráðhúsi og eða fagleg ráðning er meðal þeirra valkosta sem framboðin í Skagafirði bjóða kjósendum sínum þegar kemur að því að ráða sveitastjóra nú eftir helgi.
Þetta kom fram á fjölmennum framboðsfundi sem haldinn var á Mælifelli í gærkvöld.
Aðspurð um ráðningu sveitastjóra fyrir næsta kjörtímabil voru svörin eitthvað á þessa leið;
XF; -Ég tel að sveitastjóri eigi að vera pólitískt ráðinn og treysti mér vel í starfið, sagði Sigurjón Þórðarson.
VG: -Við höfum ekki góða reynslu af pólitískt kjörnum sveitastjóra og munum auglýsa eftir sveitastjóra, sagði Gísli Árnason.
XS -Pólitískur sveitastjóri, nei takk, við höfum prófað það hér og það var ekki að virka, sagði Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
XB -Við munum leita eftir faglega kjörnum sveitastjóra og ég legg mikla áherslu á að hann mun ekki koma úr okkar röðum, sagði Stefán Vagn Stefánsson.
XD -Við munum fara faglega í ráðningu sveitastjóra en finna hann engu að síður í ráðhúsinu en þar er fullt af hæfileikaríku fólki. Myndum við semja við þann starfsmann sem valinn yrði og fengi hann álag á laun sín í fjögur ár meðan hann yrði sveitastjóri, sagði Jón Magnússon.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.