Litið til fortíðar, spáð í framtíðina
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
27.05.2010
kl. 09.45
Menningarfélagið Spákonuarfur á Skagaströnd mun reka starfsemi í Árnesi í sumar. Árnes var byggt undir lok 19. aldar og er elsta hús Skagastrandar. Það hefur nú verið fært í fyrra horf og búið húsgögnum og munum síns tíma.
Opnunartími frá 1. júní 2010:
Þriðjud.- föstud. 16:00-18:00
Laugardaga 15:00-18:00
Sunnudaga 15:00-18:00
Aðgangur að Árnesi er ókeypis á opnunartíma.
Árnes er einnig spástofa Spákonuarfs og er þar hægt að fá lófalestur, spila- og bollaspár gegn vægu gjaldi.
Minjagripir og ullarvörur til sölu.
Opið á öðrum tímum eftir samkomulagi, endilega hafið samband í síma 861-5089.
Menningarfélagið Spákonuarfur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.