Líf og fjör hjá Skagafjarðarhöfnum
Eftir vætutíð og norðankulda í að því er virtist heila eilífð bankaði sumarið upp á í dag, sólin brosti til okkar á bláum himni, hitastigið stökk hæð sína í loft upp og lífið kviknaði á ný. Bátar héldu á sjóinn og lönduðu vænum afla. Samkvæmt Facebook-síðu Skagafjarðarhafna lönduðu níu bátar í dag alls 156.123 kílóum.
Já, það var líf og fjör í dag. Ekki er nú gert ráð fyrir sömu blíðunni á morgun, miðvikudag, en sólskinsþyrsti geta væntanlega tekið gleði sína á ný á fimmtudaginn. Á föstudag og um helgina er ekki spáð mörgum sólargeislum en það verður hlýtt um helgina, gæti slegið í 20 gráður þar sem best lætur á Norðurlandi. Hærra hitastigi fylgir á köflum nokkuð snörp sunnanátt, þó sérstaklega frá föstudagskvöldi og fram yfir hádegi á laugardegi. Svo róast þetta væntanlega.
Eftirtaldir bátar lönduðu í dag í Skagafirði:
Kaldi SK 121 með 578 kg
Már SK 90 með 763 kg
Uni Þór SK 137 með 721 kg
Magnús HU 23 með 519 kg
Álborg SK 88 með 445 kg
Hafdis SK 4 með 15.581 kg
Steinunn SH 167 með 26.072 kg
Bárður SH 81 með 20.389 kg
Akurey AK 10 með 91.055 kg
Hægt er að skoða myndir frá deginum hér >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.