Kristján flottur á sviðinu - Dýllarar koma okkur í úrslit

Kristján okkar Gíslason fór ásamt öðrum íslenskum keppendum áfram í úrslitakeppni Júróvisíon sem haldin verður í Osló næst komandi laugardag.

Kristján er sem kunnugt er í bakröddum en þetta er í annað sinn sem Kristján er í hópi íslenskra keppenda í hinni rómuðu keppni. Kristján var virkur á Facebokk í gærkvöld á meðan á keppni stóð og gátu vinir hans fengið stemninguna beint í æð.

Feykir fylgdist að sjálfsögðu með okkar manni og erum við orðin nokkuð sannfærð um að það þurfi Dýllara til þess að dæmið gangi upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir