Íþróttaskóli Hvatar hefst eftir helgi

Kæru Hvatarmenn, þá líður að skólalokum hjá börnunum og í framhaldi af því ætlum við Hvatarmenn að hefja okkar íþróttaskóla sem verið hefur undanfarin ár. Íþróttaskólinn mun byrja næstkomandi þriðjudag, þann 1.júní klukkan 13.00 og stendur til 14.00 alla virka daga. Íþróttaskólinn er fyrir stúlkur og drengi á aldrinum 6-10 ára, þau börn sem eru í 1.bekk til og með 4.bekkjar og á elsta ári í leikskóla. Gjald fyrir hvert barn er 9000 krónur og svo er veittur systkina afsláttur og er það gjald fyrir allt sumarið.

Eins og fyrr sagði þá hefjum við leik þriðjudaginn 1.júní og lýkur íþróttaskólanum föstudaginn 13.ágúst. Jens Sævarsson þjálfari meistarflokks Hvatar og Egill Björnsson leikmaður liðsins munu sjá um íþróttaskólann í sumar, þeir búa báðir yfir mikilli reynslu af leikja- og íþróttanámskeiðum þar sem þeir hafa starfað við það í mörg ár hjá vinafélagi okkar í Þrótti Reykjavík.

Við vonumst til að sem flest börn muni taka þátt í þessu með okkur í sumar og hlökkum við til að hefja leik með ykkur. Það verður fjölbreytt dagskrá og farið verður í alls kyns tegundir íþrótta svo börnin fái að kynnast því sem í boði er í heimi íþróttana.

Hægt er að skrá börnin með því að hringja síma 452-4198 eða senda póst á netfangið  hvotfc@gmail.com. Skráning er hafin!

Líf og fjör!!

Með Hvatar kveðju,

Jens Sævarsson og Egill Björnsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir