Í lok kjörtímabils
Við sem þetta skrifum höfum í fjögur til átta ár setið í sveitarstjórn og unnið að framþróun samfélags okkar og velferð íbúanna. Framsóknarmenn unnu mikilvægan sigur í kosningunum 2006 og gerði sá sigur okkur kleift að leiða framþróun samfélagsins þetta kjörtímabil, sem nú er að ljúka. Þessi tími hefur verið afar skemmtilegur enda mikið áunnist á mörgum sviðum í góðu samstarfi við starfsfólk sveitarfélagsins og íbúa.
Skagafjörður er einstakt samfélag með mikla fjölbreytni í atvinnulífi og menningu. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er grunnurinn að góðri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins en á eflingu atvinnulífsins höfum við alltaf lagt mikla áherslu. Að okkar mati hefur verið góð sátt um flest öll verkefni sveitarfélagsins en af okkar hálfu hefur verið lögð áhersla á samstarf og samvinnu allra flokka. Eðlilega eru fjármál sveitarfélaga ætið til umræðu og eiga að vera það. það er því afar ánægjulegt að skila af sér traustu og fjárhagslega hraustu sveitarfélagi.
Meðfylgjandi mynd sýnir þróun rekstar sveitarsjóðs fyrir fjármagnsliði. Á henni má glögglega sjá mikinn viðsnúning á rekstri frá kjörtímabilinu 2002 – 2006.
Sveitarfélagið Skagafjörður | |
A-hluti fyrir fjármagnsliði | |
m.v. neysluvísitölu jan 2010 | |
2002-2005 Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Heildarupphæð | - 235.459 |
2006-2009 Meirihluti Framsóknarflokks og Samfylkingar. Heildarupphæð | 344.706 |
2002-2005 Meðaltal | - 58.865 |
2006-2009 Meðaltal | 86.177 |
(M.v. neysluvísitölu jan. 2010 . Heimild: Ársreikningar 2002 – 2009)
Þrátt fyrir afar erfitt rekstrarumhverfi 2008 og 2009 hefur tekist að skila góðu búi.
Taflan hér að neðan sýnir helstu framkvæmdir og fjárfestingar 2006 – 2009 ásamt áætlun 2010. Ýmis verkefni eru ekki talin upp.
Helstu framkvæmdir og fjárfestingar 2006 - 2009 ásamt áætlaðri tölu fyrir árið 2010 | |||||||
Eignasjóður | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | Samtals | 2010 (áætlun) | Alls |
Hólar, grunnskóli - leiksk. | 1 | 5 | 6 | 6 | |||
Hofsós, grunnsk. (sparkv.08) | 1 | 6 | 3 | 10 | 10 | ||
Varmahlíðarskóli, (´+ sparkv.) | 3 | 3 | 3 | ||||
Árskóli | 8 | 19 | 31 | 59 | 59 | ||
Ársalir - nýr leikskóli | 3 | 22 | 181 | 205 | 330 | 535 | |
Hús frítímans, Sæmundargata 7 | 32 | 30 | 2 | 64 | 64 | ||
FNV Verknámshús, viðb. | 6 | 19 | 25 | 45 | 70 | ||
Lindargata 17 | 17 | 17 | 17 | ||||
Skíðasvæði | 8 | 10 | 10 | 11 | 39 | 39 | |
Varmahlíð, tjaldsv., útiv.sv. | 9 | 2 | 10 | 10 | |||
Tjaldsv., Nöfum, Flæðum, Skr. | 2 | 4 | 14 | 20 | 20 | ||
Sundlaug, Hofsósi | 1 | 3 | 7 | 11 | 11 | ||
Orlofshúsalóð, Varmahlíð | 4 | 4 | 4 | ||||
Miðgarður | 3 | 17 | 69 | 45 | 134 | 20 | 154 |
Deildardalur, rétt | 11 | 11 | 11 | ||||
Glaumbær, byggðasafn | 0 | 18 | 18 | ||||
Gatnaframkvæmdir | 28 | 1 | 55 | 4 | 88 | 126 | 214 |
Ýmis verkefni | 2 | 2 | 2 | ||||
Eignasjóður samtals | 57 | 97 | 239 | 315 | 708 | 539 | 1.247.179 |
A-hluti - annað: | |||||||
Aðalsjóður, eignarhl. Gagnav. | 0 | 18 | 18 | ||||
Þjónustustöð, tækjabúnaður | 10 | 2 | 1 | 13 | 13 | ||
A-hluti samtals | 57 | 107 | 241 | 316 | 721 | 557 | 1.278.202 |
B-hluti | |||||||
Hafnarsjóður | 16 | 10 | 13 | 16 | 56 | 56 | |
Skagafjarðarveitur | 78 | 113 | 143 | 43 | 377 | 377 | |
Félagslegar íbúðir | 25 | 25 | 25 | ||||
Fráveita | 7 | 1 | 22 | 25 | 55 | 27 | 82 |
B-hluti samtals | 126 | 124 | 178 | 85 | 513 | 27 | 540 |
A og B hluti alls | 183 | 231 | 419 | 401 | 1.233.798 | 584 | 1.817.798 |
(Heimild. Ársreikningar 2006 -2009 og áætlun 2010. Samantekið af sveitarstjóra)
Samkvæmt þessari samantekt úr ársreikningum sveitarfélagins og áætlun 2010 hefur verið framkvæmt og fjárfest fyrir rúmar 1800 milljónir króna á kjörtímabilinu. Þessi fjögur ár hafa verið mestu framkvæmdaár frá sameiningu sveitarfélaganna.
Framsóknarflokkurinn býður nú fram nýtt fólk í fjórum efstu sætunum, fólk sem býr yfir mikilli reynslu af félagsmálum og rekstri. Þeim til halds og trausts, í næstu sætum, kemur svo fólk með reynslu af sveitarstjórnarmálum og saman mun þessi hópur vinna áfram að eflingu sveitarfélagsins.
Ágæti íbúi! Við teljum að vel hafi gengið síðustu fjögur ár og við erum stolt af verkum okkar.
Við vitum að það öfluga fólk sem nú leiðir lista Framsóknarmanna mun láta verkin tala. Við treystum þeim til að halda áfram að leiða uppbyggingu og framþróun samfélagsins.
Við skorum á kjósendur að nýta atkvæði sitt og setja x við B nk. laugardag og lýsa þannig yfir stuðningi við áframhaldandi framþróun í Skagafirði.
- Gunnar Bragi Sveinsson sveitarstjórnarfulltrúi og alþingismaður.
- Þórdís Friðbjörnsdóttir forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, skipar 5. sæti á lista framsóknarmanna.
- Einar E. Einarsson ráðunautur, bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi, skipar 6. sæti á lista framsóknarmanna
- Sigurður Árnason starfsmaður þróunarsviðs Byggðastofnunar og sveitarstjórnarfulltrúi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.