Golfklúbburinn Ós með kennslu fyrir grunnskólakrakka

 

Heiðar Davíð Bragason var með golfkennslu fyrir grunnskólakrakka mánudaginn 24. maí á Vatnahverfisvelli. Þrjátíu krakkar skráðu sig í kennsluna og var þeim skipt í fjóra hópa.

Augsýnilega eru upprennandi golfarar á Blönduósi sem eiga jafnvel eftir að feta í fótspor Heiðars Davíðs sem varð Íslandsmeistari í golfi auk þess að vinna aðra titla. Aðsókn í kennsluna var framar öllum vonum og hyggst golfklúbburinn halda við kennslu í sumar fyrir þessa ungu efnilegu kylfinga.

Myndirnar tók Jóhanna Guðrún Jónasdóttir formaður golfklúbbsins.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir