Góður árangur hjá Krækjum

Daganna 13.- 15. maí síðastliðinn  fór fram í Mosfellsbæ  35. Öldungamót Blaksambands Íslands. Þangað fóru 18 vaskar konur úr blakfélaginu Krækjum á Sauðárkróki og kepptu í tveimur deildum. 

Krækjur A kepptu í mjög sterkri 2. deild og enduðu keppni í 3. sæti sem er mjög góður árangur. Krækjur B náðu ekki á verðlaunapall að þessu sinni en stóðu sig engu að síður mjög vel og luku keppni í 6. sæti í sinni deild. 

Til gamans má geta til að segja hversu sterkt mót þetta er að pressulið öldunga keppti við íslenska landsliðið í karla og kvennaliðum og pressuliðin unnu báða sína leiki

Krækjur  vilja koma á framfæri þakklæti til velunnara sinna sem eru: Sparisjóður Skagfirðing, Kaupfélag Skagfirðinga og N1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir