Góð mæting á Kirkjutorgið þó veðrið hafi ekki spilað með
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni
04.12.2024
kl. 08.51
Veðrið var kannski ekki í jólaskapi á laugardaginn þegar ljós voru tendruð á jólatré Króksara á Kirkjutorginu. En það var í það minnsta hvít jörð sem er jú alltaf jólalegra og bjartara. Sagt er frá því í frétt á vef Skagafjarðar að íbúar hafi ekki látið kuldann og vindinn á sig fá og var vel mætt – margir örugglega fullir af fjöri og krafti eftir að hafa skóflað í sig gómsætu á fjölmennu jólahlaðborði Rótarýklúbbsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.