Fjórir fundarmenn og tuttugu og fimm frambjóðendur

Þeir voru ekki margir Skagfirðingarnir sem létu sjá sig á opnum stjórnmálafundi í Húsi Frítímans í gærkvöld. Frambjóðandi sem Feykir.is talaði við í morgun sagði að fjórir eldri borgarar, sem ekki væru á framboðslista, hefðu mætt á fundinn. Unga fólkið lét hins vegar ekki sjá sig.
Frambjóðendur voru hins vegar vel með á nótunum og mættu að sögn frambjóðandans um 25 frambjóðendur þannig að reikna má með að rúmlega 6 frambjóðendur hafi verið á hvern gest. Ekki slæm tölfræða það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir