Fjölskyldudagur knattspyrnudeildar Tindastóls

Næstkomandi sunnudag 30. maí. verður haldinn fjölskyldudagur á íþróttavellinum á Sauðárkróki á vegum knattspyrnudeildar Tindastóls. Þar geta yngstu iðkendur Tindastóls mætt með foreldrum sínum og átt gleðilegan dag.

-Elstu iðkendur Tindastóls ætla að taka á móti þeim yngstu og leiða þau í gegnum ýmsar knattþrautir. Svo verður stillt upp í leik þar sem krakkarnir fá að keppa við foreldra sína. Að lokum grillum við og borðum saman, segir á heimasíði Tindastóls.

Fjörið stendur yfir frá kl. 12.15 - kl. 13.45 en kl. 14.00 hefst á aðalvellinum leikur Tindastóls og Hattar frá Egilsstöðum í 2. flokki karla.

Allir eru velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir