Fermdust fyrir 60 árum

Á Hvítasunnudag var fermingarmessa í Glaumbæ þar sem Rósanna Valdimarsdóttir á Fitjum og Sævar Óli Valdimarsson í Sólheimum voru fermd af séra Gísla Gunnarssyni. Fjölmenni var við athöfnina, en meðal gesta voru þrjú sem fermdust í Glaumbæ, á Hvítasunnu fyrir 60 árum.

Á myndinni eru þau ásamt sr Gísla. fv. Sigurður Haraldsson frá Brautarholti nú bóndi á Grófargili. Guðlaug Jóhannsdóttir frá Sólheimum, húsfreyja og veðurathugunarmaður á Hrauni og Sæmundur Sigurbjörnsson frá Grófargili, bóndi og vörubílstjóri á Syðstu-Grund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir