Brunavarnir A-Hún. með öflugt teymi þjálfunarstjórnenda

Tveir slökkviliðsmenn Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu sátu nýerið námskeið Brunamálastofnunnar í þjálfunarstjórn og yfirtendrun. Námskeiðið var yfirgripsmikið og gefur þjálfunarstjórnum góðan grunn til að byggja á þegar þeir þjálfa svo aðra slökkviliðsmenn til starfa.

Vel var farið í öryggisatriði og hvernig æfingar eru byggðar upp. Einnig var kennt hvernig standa eigi að yfirtendrunaræfingum en þær fara fram í gámum og þar ná slökkviliðsmenn að komast næst þeim raunverulegu aðstæðum sem geta skapast í bruna. Einn slíkur gámur er staðsettur á Blönduósi.

Fyrir var einn slökkviliðsmaður búinn að mennta sig í þjálfunarstjórn en í dag eru þeir orðnir þrír sem gefur mikinn möguleika á að gera æfingar hnitmiðaðri.

/Brunavarnir A-Hún

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir