42 hafa kosið utankjörfundar á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.05.2010
kl. 16.36
Samkvæmt upplýsingum hjá sýslumanninum á Blönduósi hafa alls fjörtíu og tveir einstaklingar kosið utankjörfundar hjá embættinu kl. 15:00 í dag. Kosning utankjörfundar hófst þann 7. maí sl.
Þá er einnig kosið hjá hreppstjórunum Lárusi Ægi Guðmundssyni á Skagaströnd og Helenu Halldórsdóttur á Hvammstanga.
Ef atkvæði er greitt utan umdæmis bera kjósendur sjálfir ábyrgð á sendingu atkvæðisbréfs síns og því að það berist tímanlega í kjördeild hans. Utankjörfundaratkvæði skal vera komið í hendur viðkomandi kjörstjórnar fyrir lok kjörfundar á kjördag svo unnt sé að taka það til greina við kosninguna.
Greinargóðar upplýsingar er hægt að finna á vefnum kosning.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.