117 hafa kosið utankjörfundar á Sauðárkróki

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá Sýslumannsembættinu á Sauðárkróki hefur staðið yfir frá 6. apríl s.l. og hafa nú 117 manns kosið hjá embættinu. Það er talsvert minni þátttaka en við síðustu Alþingis- og Icesave kosningar að sögn Helga Más Ólafssonar sýslufulltrúa.

Utankjörfundarartkvæðagreiðsla fór fram á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki þann 18.maí og var svipuð kjörsókn og áður hefur verið og að sögn Helga eru það aðallega fólk sem á lögheimili utan Skagafjarðar sem notfærði sér hana en haldin er úti kjördeild á stofnuninni á kjördag þar sem sjúklingar og vistmenn geta kosið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir