Aðsent efni

Jólakveðja frá Textílmiðstöð Íslands 2022

Nú þegar jól og áramót nálgast er gott að líta til baka og skoða það sem hefur gerst hjá okkur í Textílmiðstöð Íslands. Heimurinn hefur opnast aftur og við og samstarfsaðilar okkar höfum verið á ferðinni.
Meira

Heimþrá :: Áskorandapenni Aron Stefán Ólafsson frá Reykjum í Hrútafirði

Í Borgarnesi, á heimleið barst mér símskeyti frá Ingu á Kollsá. „Má ég senda á þig áskorendapennann í Feyki?“ Leyfðu mér að hugsa… maðurinn sem kann ekki að segja nei, segir að sjálfsögðu já. Hvað getur brottfluttur Húnvetningur, sem lifir í grámyglulegum hversdagsleika Reykjavíkur svo sem skrifað um, jú, auðvitað sveitina sína.
Meira

Samstaða og slagkraftur skilar árangri

Þann 19. janúar næstkomandi verða Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldin. Mannamót hafa vaxið mjög sem viðburður síðustu ár, eins og norðlensk ferðaþjónusta sem hefur alltaf verið áberandi á Mannamótum og vakið verðskuldaða athygli. Þar hefur sú samstaða sem hefur ríkt meðal norðlenskra ferðaþjónustu fyrirtækja skipt miklu máli. Samstaðan og slagkrafturinn hefur einnig skilað því að næsta sumar munu fjögur flugfélög bjóða upp á millilandaflug til Akureyrar. Þar býr að baki mikil vinna við markaðssetningu áfangastaðarins og ferðaþjónustunnar, og áherslan er sem áður á að efla ferðaþjónustu sem heilsárs atvinnugrein.
Meira

Kveðja á aðventu

Eitt af mínum eftirlætis jólalögum er Hin fyrstu jól, lag Ingibjargar Þorbergs við kvæði Kristjáns frá Djúpalæk. Kannski er ástæðan fyrir dálæti mínu á þessu lagi sú að það færir fæðingu Krists svo nærri lífi mínu sem stráks í sveitinni. Lágstemmd lýsing og næstum hversdagsleg.
Meira

Saga jólakrossins á Nöfunum :: Þórhallur Ásmundsson rifjar upp gamla tíma

Á dögunum var myndasyrpa á hinni ágætu Facebook síðu „Skín við sólu“ af nýjum krossi í stað hins gamla á Nöfunum og frá friðargöngu þar sem nemar Árskóla leiddu eins og árleg venja er á Króknum. Við þessa myndasyrpu var mér hugsað til þess að á sínum tíma birtist í Feyki frásögn um tilurð jólakrossins á Nöfunum.
Meira

Fjárlög 2023 – Sterk staða ríkissjóðs sem þarf að verja

Það er fastur liður í aðventudagskrá Alþingis að fjalla um og samþykkja fjárlög fyrir komandi ár. Í upphafi kjörtímabils voru krefjandi tímar fram undan, heimsfaraldur stóð yfir og sama dag og takmörkunum var aflétt hér á landi réðust Rússar inn í Úkraínu. Þessir þættir hafa skapað óvissu bæði hér innanlands sem og í Evrópu. Eðli málsins samkvæmt er það ekki óeðlilegt í ástandi sem þessu að verðbólga og hækkun á aðföngum taki sér pláss í fjárlögum líkt og í heimilisrekstri landsmanna. Staðan í efnahagsmálum í Evrópu er erfiðari en lengi hefur verið.
Meira

Tilkynning frá körfuknattleiksdeild Tindastóls

Nú er fallinn dómur áfrýjunardómstóls KKÍ í máli okkar Tindastólsmanna gegn Haukum og má segja að niðurstaðan sé gríðarleg vonbrigði enda trúðum við alltaf að dómstólar myndu átta sig á hversu gölluð reglugerð KKÍ um fjölda erlendra leikmanna er. Því miður hafa dómstólar KKÍ lokið málinu.
Meira

Getur þú ekki bara harkað þetta af þér?

Ánægjulegt og langþráð skref var stigið nú í vikunni þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra staðfesti samning sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þær sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs að aðgerðum.
Meira

Eflum eldvarnir á heimilum – það er svo mikið í húfi

Nú í seinni tíð þurfa slökkvilið æ oftar að kljást við eld sem á orsök sín í hinum ýmsu raf- og snjalltækjum á heimilum landsmanna. Þessi tæki eru að sjálfsögðu komin til að vera en tilkoma þeirra og mikil notkun kallar á meiri árvekni vegna eldhættunnar sem af þeim stafar.
Meira

130 ár frá vígslu Sauðárkrókskirkju

Það er sunnudagur 27. nóvember 2022, fyrsti sunnudagur í jólaföstu, er gengið er til Sauðárkrókskirkju í norðan nepju, fimm gráðu hita og rigningu. Það er hátíðisdagur að minnast 130 ára vígslu kirkjunnar 18. desember1892. Þann dag var stórhríð og einn helsti frumkvöðull kirkjubyggingarinnar, Lúðvík Popp kaupmaður, komst ekki til kirkjunnar vegna veðurs þó búið væri að sérsmíða burðargrind fyrir hann, en hann átti skammt ólifað og var með þeim fyrstu sem hlaut legstað í kirkjugarðinum á Móunum vestan Nafabrúnar. Um hundrað gestir sóttu kirkjuna á þessum merku tímamótum og það var hlýlegt andrúmsloft í messunni. Séra Sigríður Gunnarsdóttir þjónaði fyrir altari, séra Halla Rut Stefánsdóttir flutti ritningarorðin.
Meira