40 ára afmæli mögnuðustu þingræðu sögunnar – Flokksræðið gegn fólkinu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
28.11.2022
kl. 14.51
Hinn 23. nóvember 1982 eða fyrir 40 árum flutti Vilmundur Gylfason eina mögnuðustu þingræðu sem flutt hefur verið. Þetta er kröftug, ástríðufull og skemmtileg ræða þar sem íslensk stjórnkerfi er tekið á beinið. Þrátt fyrir gjörbreytt samfélag búum við í dag, árið 2022, við sama stjórnkerfi og árið 1982. Vandamálin í dag eru í meginatriðum hin sömu og fyrir 40 árum og tillögur Vilmundar um leiðir til úrbóta eru enn í fullu gildi og sígildar. Spurning er kannski hvort stjórnkerfið í dag hafi orðið faglegri en fyrir 40 árum og færst fjær flokksræðinu. Mál eins og salan á Íslandsbanka í vor benda ekki til þess að orðið hafi breytingar, sama má segja um mál ÍL-sjóðs og nú síðast lífeyrisaukasjóð LSR. Allt eru þetta dæmi um mál sem bera vitni um grátlegt fúsk og vanhæfni stjórnkerfisins sem kosta ríkissjóð og almenning tugi og jafnvel hundruð milljarða króna.
Meira