Aðsent efni

40 ára afmæli mögnuðustu þingræðu sögunnar – Flokksræðið gegn fólkinu

Hinn 23. nóvember 1982 eða fyrir 40 árum flutti Vilmundur Gylfason eina mögnuðustu þingræðu sem flutt hefur verið. Þetta er kröftug, ástríðufull og skemmtileg ræða þar sem íslensk stjórnkerfi er tekið á beinið. Þrátt fyrir gjörbreytt samfélag búum við í dag, árið 2022, við sama stjórnkerfi og árið 1982. Vandamálin í dag eru í meginatriðum hin sömu og fyrir 40 árum og tillögur Vilmundar um leiðir til úrbóta eru enn í fullu gildi og sígildar. Spurning er kannski hvort stjórnkerfið í dag hafi orðið faglegri en fyrir 40 árum og færst fjær flokksræðinu. Mál eins og salan á Íslandsbanka í vor benda ekki til þess að orðið hafi breytingar, sama má segja um mál ÍL-sjóðs og nú síðast lífeyrisaukasjóð LSR. Allt eru þetta dæmi um mál sem bera vitni um grátlegt fúsk og vanhæfni stjórnkerfisins sem kosta ríkissjóð og almenning tugi og jafnvel hundruð milljarða króna.
Meira

Steven Gerrard í uppáhaldi :: Liðið mitt Ragnar Þór Jónsson

Ragnar Þór Jónsson, húsasmiður Hofsósi, er Liverpoolmaður og spáði sínu liði í toppbaráttuna en er orðinn eitthvað efins eftir slæma byrjun á þessu tímabili. Hann er þó mun bjartsýnni á gengi liðsins í Meistaradeildinni og spáir toppárangri. Hann hefur einu sinni farið á leik og sá þá gullaldarlið Liverpool spila, og þá voru innan borðs helstu goðsagnir félagsins. Ragnar Þór svarar hér spurningum í Liðinu mínu.
Meira

Alþingi í eina viku

Í síðustu viku áskotnaðist undirrituðum sá heiður að taka sæti á Alþingi Íslendinga fyrir Miðflokkinn. Óhætt er að segja að ýmislegt hafi komið á óvart við þingmannsstörfin, en þau eru um margt ólík öðrum störfum sem ég hef tekist á við.
Meira

Ferðaþjónustan kom vel undan vetri

Veturinn er hreint ekkert að á því að síga yfir landið og haustið heldur enn velli þótt aðventan sé handan við hornið. Það er auðvelt að ferðast um landið og það nýta ferðamenn sér. Strax eftir að heimsfaraldurinn rénaði jókst ferðamannastraumur mikið enda fólk komið í þörf fyrir að hleypa heimdraganum. Ferðaþjónustan og aðrar atvinnugreinar hafa brugðist hratt við auknum ferðamannastraumi til landsins eftir heimsfaraldur Covid-19. Við Austurvöll, við Gullfoss, á Vestfjörðum, Austfjörðum og já um allt land hefur mátt sjá hrifnæma ferðamenn sem hafa notið þess að fanga það sem fyrir augu ber.
Meira

Verkís tekur virkan þátt í Starfamessu SSNV

Í janúar 2020 opnaði Verkís starfsstöð á Faxatorgi á Sauðárkróki. Byggingafræðingurinn Magnús Ingvarsson var eini starfsmaðurinn til að byrja með er nú, tæplega þremur árum síðar, eru fimm starfsmenn Verkís með aðstöðu á skrifstofunni og verkefnin hafa verið mörg og fjölbreytt. Fjölgunin hefur farið fram úr björtustu vonum og ljóst að Sauðárkrókur hefur mikið aðdráttarafl. Starfsstöðin á Sauðárkróki heyrir undir útibú Verkís á Norðurlandi sem staðsett er á Akureyri.
Meira

Töfraheimur Bifrastar :: Áskorandapenninn Óli Björn Kárason

Skrítið hvað hlutir verða minni eftir því sem maður verður eldri. Eða kannski að minningin stækki allt og fegri. Í æsku minni var ekkert hús á Króknum stærra en Bifröst og þar gerðust ævintýri í töfraheimi leiklistar, kvikmynda og tónlistar.
Meira

Takk fyrir mig! :: Leiðari Feykis

„Ég geri sko ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn,“ segir hinn lúðalegi Axel við vinkonu sína í hinni frægu kvikmynd Óskars Jónassonar Sódóma Reykjavík. Þetta hugarfar þekkja margir úr sínu nærumhverfi og hefur verið þekkt svo lengi sem elstu menn muna og verður líklega til meðan þeir yngstu tóra.
Meira

Blöndulína 3 - Nokkrar athugasemdir

Blöndulína 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar hefur verið á döfinni í nær hálfan annan áratug og deilt um hvar hún skuli lögð um Skagafjörð. Nefndar voru einkum tvær leiðir fyrir línulögn, svok. Efribyggðarleið og hins vegar Héraðsvatnaleið.
Meira

Dagur íslenskrar tungu - Jónas Hallgrímsson 1807-1845 :: 215 ára fæðingarafmæli skáldsins að norðan

In aquilonem nocturnum eða Í norðanvindi að næturlagi Þegi þú vindur! Þú kunnir aldregi hófs á hvers manns hag, langar eru nætur þars þú hinn leiðsvali þýtur í þakstráum.
Meira

Öryggisbrestir í fjarskiptum – hvað er til ráða?

Bjarni Jónsson alþingismaður skrifar grein í Feyki 12. nóvember sl. um alvarlegan öryggisbrest í fjarskiptum á Skagaströnd. Brestur sem nútíma samfélag á ekki að þurfa að þola og því rétt að taka undir áhyggjur þingmannsins. Hér verður aðeins lagt inn í þessa umræðu.
Meira