Naflinn á Norðurlandi vestra :: Leiðari Feykis
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
08.03.2023
kl. 08.14
Ársþing KSÍ fór fram fyrir stuttu á Ísafirði að viðstöddum stjórnum og ráðum sambandsins ásamt fulltrúum íþróttafélaga víðs vegar að af landinu. Eftir athugun kjörbréfanefndar kom í ljós að litlu mátti muna að þingið teldist ólöglegt þar sem rétt yfir helmingur kjörinna fulltrúa voru mættir við setningu þess. Þar mátti kenna veðri að einhverju leyti um því flugi til Ísafjarðar hafði seinkað og einhverjum hefur efalaust fundist landleiðin það löng að ekki væri þess virði að eyða tíma í þá keyrslu.
Meira