feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
05.08.2016
kl. 18.01
Heilbrigðismálin eru í brennidepli. Undirskriftasöfnunin Endurreisum heilbrigðiskerfið, þar sem tæp 87 þúsund manns hafa ritað nafn sitt undir, sýnir ótvírætt að landsmenn vilja heilbrigðismálin í forgang. Áhersla þeirrar undirskriftasöfnunar var einkum á byggingu nýs Landspítala og á sérhæfða læknisþjónustu. Það skiptir máli fyrir alla landsmenn að góð sérhæfð læknisþjónusta á samfélagslegum grunni sé til staðar á þjóðarsjúkrahúsi í Reykjavík sem allir landsmenn geta gengið að. Hafa verður þó í huga að hér er aðeins um hluta heilbrigðisþjónustunnar að ræða - þó mikilvægur sé. Annar þáttur heilbrigðismála, sem er ekki síður mikilvægur, snýst um um nærþjónustu. Hann felst í því að geta sótt þjónustu og aðstoð með hægum hætti frá sínu heimili. Því miður virðist þessi þáttur heilbrigðisþjónustunnar hafa setið á hakanum á síðari árum Þetta eru hins vegar mál sem brenna mjög á fólki á landsbyggðinni sem oft þarf að fara langar vegalengdir til þess að sækja þjónustu sem flestir landsmenn telja sjálfsagða.
Meira