Aðsent efni

Jákvæðni til sátta - neikvæðni til ósátta

Núverandi fiskveiðistjórnunar kerfi var komið á 1983 og tók gildi 1984 eða fyrir rúmum þrjátíu árum. Um tíu árum síðar var þorskur kvótasettur á smábáta og seinna ýsa, steinbítur og fleiri tegundir. Neikvæð umræða í þjóðfélaginu um kvótakerfið og það að kvótinn sé að færast á fáar hendur kemur illa við litlar, meðalstórar og oftast skuldsettar útgerðir í landinu.
Meira

Ert þú foreldri eða forráðamaður framhaldsskólanema?

Í störfum þingsins þann 7. október ræddi ég ný lög um húsnæðisbætur sem taka gildi þann 1. janúar 2017. Ég vakti athygli á mikilvægum þætti þeirra laga. Hann er sá að við gildistöku laganna, þá verður sveitarfélögum skylt að greiða húsnæðisbætur til þeirra foreldra og forráðamanna sem eiga börn á aldrinum 15 – 17 ára. Börn sem þurfa að sækja framhaldsnám út fyrir sína heimabyggð og búa á námsgörðum og heimavist. Þessi stuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forráðarmanna. Stuðningurinn getur numið allt að 75 % af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar.
Meira

Húsnæði fyrir venjulegt fólk

Samfylkingin hefur sett fram snjalla hugmynd til að koma til móts við ungt fólk og aðrar fjölskyldur sem vilja eignast húsnæði. Við ætlum að bjóða fólki að taka út vaxtabætur til fimm ára fyrirfram og nýta í útborgun.
Meira

Fiskeldi í sátt við samfélagið og náttúruna

Fiskeldi er ný og blómstrandi atvinnugrein á Vestfjörðum. Aðrir landshlutar hafa margra ára jákvæða reynslu af fiskeldi á landi sem hefur skapað mörg störf, bæði fyrir konur og karla, faglærða og ófaglærða. Á Vestfjörðum sunnan Dýrafjarðar er óheillaþróun síðustu ára að snúast við, fólki fjölgar og fær atvinnu við hæfi. Mitt í þessum jákvæðu fregnum berast mótmæli frá þeim sem telja fiskeldi í sjó ógna lífríkinu á óafturkræfan hátt og öðrum sem segja að fiskeldi í sjó takmarki notkunarmöguleika þeirra á hafinu. Það er nauðsynlegt að hlusta á þessar raddir og heyra þeirra rök og reyna að sætta sjónarmið, því hafið er okkar sameiginlega auðlind og hana ber að virða og nýta með sjálfbærum hætti.
Meira

Einfaldar breytingar til verðmætasköpunar

Enginn ætti að vera svo skyni skroppinn að sjá það ekki í hendi sér að núverandi kvótakerfi hefur haft mjög neikvæðar afleiðingar. Lokað hefur verið að miklu leyti á gagnrýna umræðu um kerfið, hvort sem um er að ræða líffræðilegar forsendur þess eða þá efnahagslegu hamfarir sem kerfið hefur leitt af sér. Ástæðan fyrir því, er fyrst og fremst þau heljartök sem fámenn hagsmunasamtök hafa á þjóðfélaginu. Með öðrum orðum kerfið sem aldrei hefur mjólkað fyrir almenning, virðist vera orðin að heilagri kú!
Meira

Eldhúsdagsumræður og megrunarkúrar

Hvað eiga stjórnmál í dag sameiginlegt með megrunarkúrum eða aðhaldi? Þessi samlíking kom upp í huga minn þegar ég horfði á eldhúsdagsumræður. Umræðurnar lituðust nánast að öllu leyti af komandi kosningabaráttu. Loforðin endurvörpuðust úr einum munni í annan eins og loforðabjúgverpill væri á fleygiferð um sal Alþingis. Það var áberandi að tveir stærstu flokkarnir samkvæmt skoðanakönnunum, Sjálfstæðisflokkur og Píratar, skáru sig örlítið úr.
Meira

Forvarnir í forgang

Margir tala um að þunginn í komandi alþingiskosningum snúist um heilbrigðismál. Gott og vel, framfarir í heilbrigðisþjónustu kalla á meira fjármagn. Það hefur reynst stjórnvöldum erfitt að verða við því ákalli, þó hefur aldrei verið settur eins mikill peningur í heilbrigðiskerfið og á yfirstandandi kjörtímabili, en betur má ef duga skal
Meira

Jöfnum rétt foreldra

Framtíðarstefna stjórnvalda í fæðingarorlofsmálum hefur verið lögð fram. Helstu markmið þeirra breytinga sem kveðið er á um, er að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína, jafnframt því að gera foreldrum betur kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Í þessu skyni er áhersla lögð á að raska sem minnst tekjum heimila þegar foreldrar leggja niður störf í fæðingaroflofi til að annast börn sín.
Meira

Aukið eftirlit er öllum til bóta

Fiskeldi hefur verið mikið í umræðunni seinustu vikur og þá helst varðandi regnbogasilung sem virðist hafa sloppið úr kvíum og eru að veiðast í nokkrum ám á Vestfjörðum. Einn af áhættuþáttum við fiskeldi í sjó eru slysasleppingar og er gríðarlega mikið lagt í að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað. Í laxeldinu eru notaðar vottaðar kvíar, eftirlitsmyndavélar eru á öllum kvíum og viðbragðsáætlanir eru virkar. Einnig er ákveðið ferli sem fer af stað varðandi tilkynningar til eftirlitsaðila og vottunaraðila, en tilkynna á allar slysasleppingar um leið og þær uppgötvast.
Meira

Gerum enn betur í heilbrigðismálum

Öll viljum við hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu. Allir eiga jafnframt að eiga jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, stöðu eða búsetu. Við eigum góðar heilbrigðisstofnanir víða um landið. Stofnanir sem hafa gengið í gegnum sameiningar á undanförnum árum. Sameiningar sem höfðu það markmið að styrkja rekstragrunn þeirra og gera þær öflugri til að taka að sér aukin verkefni.
Meira