Aðsent efni

Að setjast í sekk og ösku - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Senn líður að þremur dögum sem jafnan vekja spennu og tilhlökkun margra, nefnilega bolludegi, sprengidegi og öskudegi. Í ár lenda þessir hátíðisdagar áts, gleði og gríns á 4-6. mars. Öskudagurinn, sá dagur sem við þekkjum nú fyrir búninga, glens og söng, á sér langa sögu. Öskudagsheitið á rætur að rekja til katólsks siðar en þá var ösku dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta í upphafi lönguföstu (orðasambandið að sitja á eða í sekk og ösku vísar til iðrunar eða sorgar). Askan táknaði þá hið óverðuga og forgengilega en einnig þótti hún búa yfir hreinsandi krafti eldsins. Dagaheitið þekkist hérlendis frá miðri 14. öld, en sennilega er það nokkru eldra (siðurinn að dreifa ösku á söfnuðinn nær aftur til 11. aldar). Eftir siðaskipti lauk iðrunarhlutskiptum öskudagsins hérlendis og úr urðu hátíðarhöld eins og víða þekkjast, þar sem ærslagangur og gleði taka öll völd.[1]
Meira

Nokkur orð um menninguna… - Áskorendapistill Greta Clough Hvammstanga

Kannski skipta listir og menning hvergi meira máli en í dreifðari byggðarlögum, þar sem tækifæri til ástundunar atvinnulista takmarkast að nokkru sökum fámennis. Rannsóknir hafa sýnt að getan til að skilja og ræða menningu hefur bein áhrif á lífsgæði, samfélagslega samheldni, heilsu og lífsgæði, svo fátt eitt sé tínt til.
Meira

Blá fátækt í boði Bjarna

Hvers vegna hefur tafist hjá starfshópi um kjör eldri borgara sem standa höllum fæti, sem ráðherra skipaði í vor og var ætlað að skila tillögum fyrir 1. nóvember 2018, að skila tillögum sínum og hvenær er von á tillögum frá hópnum?
Meira

Vöktun og mat ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins

Árið 2017 hófst samstarfsverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda, Landgræðslunnar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands um að vakta og meta ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Verkefnið fékk nafnið GróLind og er markmið þess að gera reglulega heildarmat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna.
Meira

Áhrifavaldur eða örlagavaldur? - Áskorandi Jónína Hrönn Símonardóttir Brottfluttur Skagfirðingur

Ég tók þeirri áskorun frá henni Heiðu systur að munda pennann, eða í þessu tilfelli, pikka á lyklaborðið. Að vera brottfluttur Skagfirðingur er ákveðinn „status“. Ég bjó í Skagafirðinum í 21 ár; lengst af í Ketu í Hegranesi, þar sem foreldrar mínir búa enn. Ég er elst fjögurra systkina og hjálpaði til við öll helstu sveitastörfin frá því ég fór að geta gert gagn.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Flaga í Vatnsdal

Engin tvímæli hafa leikið á því, að nafnið sje upprunalegt og óbrjálað. Þó finst ritað „Ftaugu“ í Auðunarmáldögum 1318 (DI, ll, 476. Þar eru Hvammskirkju „áskilin ítök í Flaugu í Vatnsdal“) og „Flagha“ í óvandaðri afskrift frá 1500. (DI. II. 330). Allstaðar annarsstaðar í fornbrjefum er ritað Flaga. (DI. IV. 7ll o. m. v. Sömuleiðis jarðabækurnar). Flögubæir eru 8 á landinu og hvergi hefir nafnið breyzt frá, uppruna. Flaga stendur að vestanverðu í Vatnsdal eins og menn vita. Landi þar er svo háttað, að fyrir utan og sunnan bæinn eru valllendisleiti með dældum á milli. Það eru auðsjáanlega uppgrónar skriður. Þessar öldumynduðu skriður eru hvað mestar yzt og syðst í túninu og liggja framundan allstórum giljum í hálsinum eða fellinu ofan við bæinn. Nokkuð sama má segja um Flögu í Hörgárdal.
Meira

Unga fólkið til varnar jörðinni - Áskorendapenninn Marín Guðrún Hrafnsdóttir frá Skeggsstöðum í Svartárdal

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort unga fólkið sem nær sér ekki í upplýsingar með sama hætti og við, og skilur ekki þessa þörf að hlusta á fréttir á tilteknum tíma dags, sé samt sem áður ekki mun upplýstara og meðvitaðra en við hin sem eldri erum. Ungt fólk mótmælir nú aðgerðarleysi í umhverfismálum og einungis tímaspursmál hvenær slíkt gerist á Íslandi.
Meira

Vinnuvakan er á sunnudaginn 10. mars

Hin árlega Vinnuvaka Sambands skagfirskra kvenna verður haldin nk. sunnudag, 10. mars í Varmahlíðarskóla kl. 15-17. Samband skagfirskra kvenna er samstarfsvettvangur allra starfandi kvenfélaga í Skagafirði. Kvenfélögin eru tíu og um 240 konur starfa innan þeirra. Meðal samstarfsverkefna kvenfélaganna er að halda s.k. Vinnuvöku í byrjun mars.
Meira

Yfirlýsing vegna starfsloka dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur

KS og Hólmfríður Sveinsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Iceprotein og Protis hafa komist að samkomulagi um starfslok Hólmfríðar. Í nokkurn tíma hefur staðið yfir undirbúningur að samþættingu rannsókna-, nýsköpunar-, markaðs- og sölumála hjá KS samstæðunni, sem til þessa hefur farið fram á nokkrum stöðum. Það er sýn aðila að breytingarnar leiði til markvissara starfs og sé tækifæri til að efla enn frekar þessa starfsþætti til framtíðar. Breytingarnar leiða óhjákvæmilega af sér breytt skipulag þeirra mörgu starfseininga sem undir eru.
Meira

Raforkuöryggi, samtal og samráð - Blöndulína 3, tenging á milli Blöndu og Akureyrar

Undanfarið hafa birst greinar um tengingu sem fyrirhuguð er milli Blöndu og Akureyrar, Blöndulínu 3, línu sem ætlað er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi og er mikilvægur hlekkur í framtíðarflutningskerfinu. Fram hefur komið að Blöndulína 3 sé ekki á þriggja ára framkvæmdaáætlun Landsnets og er það rétt en mikilvægt er að átta sig á að Kerfisáætlun Landsnets skiptist í tvennt, þ.e. þriggja ára framkvæmdaáætlun og tíu ára áætlun. Blöndulína 3 er því í Kerfisáætluninni þó hún sé ekki áætluð til framkvæmda innan þriggja ára. Gert er ráð fyrir að línan komi í beinu framhaldi af framkvæmdum við Hólasandslínu 3 sem farið verður í eftir að Kröflulína 3 verður að veruleika á næstu misserum. Kerfisáætlun er endurskoðuð árlega.
Meira