Slagarasveitin telur í Húnavökuna

Slagarasveitin.
Slagarasveitin.

Hin alhúnvetnska Slagarasveit ætlar að starta Húnavökunni með tónleikum í Krúttinu í gamla bænum á Blönduósi í kvöld, 17. júlí. Slagarasveitin mun meðal annars spila lög af nýlegri hljómplötu sveitarinnar sem verður til sölu á staðnum og gestir munu eflaust bresta í söng þegar strákarnir skella sér í Gráa fiðringinn, Vor á ný og Einn dag x Ein nótt þar sem Hugrún Sif, organisti með meiru, skerpir á raddböndunum.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 en húsið verður opnað klukkutíma fyrr. Aðgangseyrir er kr. 5.000 og verður posi á staðnum.

Slagarasveitina skipa:
Geir Karlsson bassi, raddir
Ragnar Karl Ingason kassagítar, söngur og raddir
Skúli Þórðarson ásláttur og raddir
Stefán Ólafsson, kassagítar, rafgítar og raddir
Valdimar H. Gunnlaugsson söngur.

Sérstakur gestur verður Hugrún Sif Hallgrímsdóttir

Auk þeirra mun hópur hljóðfæraleikara stíga á stokk með sveitinni:
Aðalsteinn Grétar Guðmundsson píanó og hljómborð
Einar Friðgeir Björnsson harmonika
Guðmundur Hólmar Jónsson rafgítar og raddir
Sigurvald Ívar Helgason trommur og hljóðblöndun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir