Heldur útgáfutónleika með eigin tónlist
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
12.03.2024
kl. 09.30
Hrafnhildur Ýr er sveitastelpa úr Víðidal í Vestur-Húnavatns- sýslu, en hún ólst upp í Dæli frá fimm ára aldri. Vorið sem Hrafnhildur varð fimm ára skrapp hún með mömmu sinni í sauðburð í sex vikur en svo vildi til að þær fóru ekki aftur til baka því mamma hennar varð ástfangin af bóndasyninum. ,,Hann ættleiddi mig svo þegar ég var sex ára og það sama ár eignaðist ég bróður og svo fæddist sá yngsti fjórum árum eftir það. Þeir heita Vilmar Þór og Kristinn Rúnar og lærðu báðir á Króknum á sínum tíma, Vilmar húsasmíði og Kiddi bifvélavirkjun."
Meira