Hnúfubakar heimsækja Blönduós
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
10.09.2024
kl. 08.40
Fiskinn minn - nammi nammi namm... Myndin væntanlega tekin um síðustu helgi þegar veður var skaplegra, MYND: AUÐUNN BLÖNDAL
Húnahornið greinir frá því að hnúfubakar hafi verið að spóka sig um í Húnafirði síðustu daga og líklega séu þeir á eftir æti. Hvort þeir hafa frétt af því að það sé gott að á við þjóðveginn skal ósagt látið og sennilega ósennilegt.
„Hvalirnir vekja að vonum athygli enda ekki á hverjum degi sem slíkir sjást vel frá Blönduósi. Hnúfubakur sé sú hvaltegund sem jafnan veki mesta athygli meðal almennings, einkum sökum atferli síns. Þeir ferðast langar vegalengdir ár hvert, frá heitum sjó í Karabíska hafinu eða vesturströnd Afríku þar sem kálfar þeirra fæðast, norður á fæðuslóðir til dæmis við Ísland, Grænland, Noreg, og Kanada.
Sjá má fleiri myndir í frétt Húna >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.