Flugvöllurinn á Blönduósi kominn í notkun á ný
„Við erum rosalega ánægð með að viðgerðir á flugvellinum séu loksins orðnar að veruleika,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Húnabyggðar, við Feyki þegar hann var spurður hvort búið væri að taka flugvöllinn á Blönduósi í gagnið að nýju eftir lagfæringar og lagningu slitlags.
Guðmundur Haukur segir að flugvélar séu farnar að lenda á Blönduósi að nýju og völlurinn sé klár í slaginn fyrir veturinn þó framkvæmdum sé enn ekki að fullu lokið. „Fyrra slitlag er komið á, það seinna verður lagt næsta vor en brautin er nothæf og ljósabúnaður við völlinn hefur verið lagfærður.“
Hann segir mikið öryggi felast í því að nú sé ekkert því til fyrirstöðu að sjúkraflugvélar geti lent á vellinum.
Þá má geta þess að Bjarni Jónsson, alþingismaður og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, verður með opið kaffispjall um samgöngumál á Apótekarastofunni á Blönduósi í dag klukkan 16. Allir eru velkomnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.