A-Húnavatnssýsla

Alþjóðleg brúðulistahátíð á Hvammstanga

Hvammstangi International Puppet Festival, HIP, er ný brúðulistahátíð á Hvammstanga, þar sem brúðuleiksýningar og -kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Hátíðin verður haldin 9. - 11. október en á hátíðinni verður boðið upp á tólf sýningar með listamönnum af níu þjóðernum, úrvali vinnusmiðja fyrir fólk á öllum aldri, bæði byrjendur og atvinnumenn, og úrval brúðubíómynda sem eru sérvaldar af Handmade Puppet Dreams, fyrirtæki Heather Henson í Bandaríkjunum. Yfir 60% viðburða hátíðarinnar eru ókeypis fyrir áhorfendur en alla dagskrá hennar má nálgast á www.thehipfest.com.
Meira

Hlutabótaleiðin framlengd um tvo mánuði og áframhaldandi greiðslur vegna launa í sóttkví

Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingu á lögum er varða vinnumarkaðinn til að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins. Með frumvarpinu mun réttur til tekjutengdra atvinnuleysisbóta fara úr þremur mánuðum í sex mánuði, enda séu ákveðin skilyrði uppfyllt, og hlutabótaleiðin verður framlengd um tvo mánuði. Greiðslur launa vegna einstaklinga í sóttkví munu einnig halda áfram.
Meira

Tækifærin í Covid

Það er líklega kaldhæðni fólgin í því að tala um tækifæri í Covid í ljósi áhrifa faraldursins á heilsu og efnahag heimsbyggðarinnar allrar. Það er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá því að strax í upphafi faraldurs, og eftir því sem honum fram vindur, höfum við séð breytingar á hegðun okkar á mjög margan hátt. Einhverjir hafa fullyrt að heimurinn verði ekki samur – hvort það er rétt skal ósagt látið en ljóst er að margt af því sem breyst hefur er komið til að vera.
Meira

Sex starfsmenn ráðnir á nýtt brunavarnasvið HMS

Búið er að ráða í allar þær stöður sem auglýstar voru fyrr í sumar á nýju sviði á starfsstöð HMS á Sauðárkróki þ.e. stöðu framkvæmdastjóra, sérfræðinga og forvarnarfulltrúa. Gert er ráð fyrir að alls muni átta starfsmenn starfa við brunavarnir hjá HMS, sem er tvöföldun mannafla í málaflokknum, en stefnt er á að hefja starfsemi 1. október næstkomandi.
Meira

Leggur til bann við okri á hættustundu

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem hefur það markmið að koma í veg fyrir okur gagnvart almenningi þegar hættuástand skapar aukna eftirspurn eftir ákveðnum vörum eða skerðir framboð þeirra. Ríkislögreglustjóra verði falið að kveða á um hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á innkaupsverð tiltekinna vara eða vörutegunda. Guðmundur Ingi Kristinsson er meðflutningsmaður frumvarpsins.
Meira

Nýjar blómategundir á Skagaströnd

Ólafur Bernódusson, kennari og fréttaritari Morgunblaðsins á Skagaströnd hefur fundið tvær blómjurtir á Spákonufellshöfða sem ekki hafa sést þar áður en þær eru aronsvöndur og bláklukka. Í Morgunblaðinu á fimmtudaginn er rætt við Ólaf en hann kenndi í áratugi líffræði við Höfðaskóla og ræddi gjarnan við nemendur sína um gróður jarðar.
Meira

Áframhaldandi fornleifauppgröftur á Þingeyrum

Áfram heldur fornleifauppgröftur á Þingeyrum og í sumar stendur til að grafa í um þrjár vikur. Kom þetta fram í kvöldfréttum RÚV í síðustu viku. Uppgröftur hófst 10. ágúst og er hópurinn nú að nálgast klausturtímann eftir að hafa grafið í gegnum leifar yngri bygginga ofan á sjálfum klausturrústunum. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem leitar er eftir gerð handrita og bóka og segir Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við HÍ, sem stýrir uppgreftrinum.
Meira

Ristarhlið á Þjóðvegi 1 verða ekki fjarlægð

Þau ristarhlið sem Vegagerðin hugðist fjarlægja af Þjóðvegi 1 í Skagafirði og Húnavatnssýslum munu áfram þjóna hlutverki sínu í búfjárveikivörnum landsins. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, sagði í samtali við Feyki að um misskilning hafi verið að ræða er starfsmaður MAST heimilaði Vegagerðinni að fjarlægja umrædd ristarhlið. Farið verði í það að fjármagna ný hlið svo hægt verði að uppfylla umferðaröryggi og sjúkdómavarnir.
Meira

Tungumálatöfrar

Fjölmenningarverkefnið Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem hófst á Ísafirði fyrir þrem árum og er tækifæri fyrir börn af ólíkum uppruna að kynnast betur íslenskri tungu og menningu. Börnin eiga það sameiginlegt að alast upp við tungumál og menningu sem eru önnur en foreldra þeirra. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og nýverið var haldið málþing á Ísafirði um þróun íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og tókst það með ágætum og mikill áhugi er á að verkefnið breiðist út um landið.
Meira

Miðfjarðará í efsta sæti sjálfbærra laxveiðiáa

Heldur hefur dregið úr veiði í Miðfjarðará síðustu daga og fór vikuveiðin úr 201 laxi niður í 81 lax. Áin er ennþá í þriðja sæti yfir aflahæstu ár landsins en geta má þess að hún er í efsta sæti yfir þau vatnakerfi sem ekki byggja veiði á seiðasleppingum. Á miðvikudagskvöld höfðu veiðst 1.202 laxar í ánni. Veiðst hafa 502 laxar í Laxá á Ásum og 475 í Blöndu en veiði þar var hætt þegar áin fór á yfirfall.
Meira