Nýjar blómategundir á Skagaströnd
Aronsvöndur hefur ekki sést áður á Skagaströnd, að því er Ólafur best veit. „Ég læt mér detta í hug að hér hafi einhver komið hér og sett sprota í jörð. Auðvitað getur líka verið að fuglar hafi borið með sér fræið, en mér finnst sú tilgáta þó fremur ósennileg,“ segir Ólafur. Á landsvísu er aronsvöndur fremur sjaldséður, en þó nokkuð algengur við Mývatn og því er stundum talað um Mývatnsdrottninguna.
Stundum hefur bláklukka verið kölluð einkennisblóm Austurlands, enda sjaldséð annars staðar á landinu. „Bláklukku hef ég aldrei séð áður hér á Skagaströnd og þetta vakti furðu mína. Kannski eru þetta engin stórtíðindi, en menn eins og ég sem vilja vita eitthvað um umhverfi sitt láta sig þetta nokkru varða. Því þarf ég að leita skýringa á þessu landnámi bláklukkunnar hér og vonandi fæ ég einhver svör við því grúski,“ segir Ólafur í samtali við Morgunblaðið.
/huni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.