Miðfjarðará í efsta sæti sjálfbærra laxveiðiáa

Stoltur veiðimaður í Miðfjarðará. Mynd: FB/midfjardara lodge
Stoltur veiðimaður í Miðfjarðará. Mynd: FB/midfjardara lodge
Heldur hefur dregið úr veiði í Miðfjarðará síðustu daga og fór vikuveiðin úr 201 laxi niður í 81 lax. Áin er ennþá í þriðja sæti yfir aflahæstu ár landsins en geta má þess að hún er í efsta sæti yfir þau vatnakerfi sem ekki byggja veiði á seiðasleppingum. Á miðvikudagskvöld höfðu veiðst 1.202 laxar í ánni. Veiðst hafa 502 laxar í Laxá á Ásum og 475 í Blöndu en veiði þar var hætt þegar áin fór á yfirfall.

Í Víðidalsá hafa veiðst 362 laxar og í Vatnsdalsá 251 lax. Í Hrútafjarðará hafa veiðst 247 laxar og í Svartá 111 lax en geta má þess að laxveiðin í ánni í fyrra var 57 laxar. Almennt er laxveiðin í húnvetnsku ánum frekar dræm þó hún sé skárri en í fyrra.  

/húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir