A-Húnavatnssýsla

Ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar í heimsókn í Austur-Húnavatnssýslu

Framkvæmdaráð sameiningarnefndar sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu bauð Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, til fundar heim í hérað á mánudag. Til umræðu voru meðal annars áskoranir og tækifæri svæðisins og svo heimsótti ráðherra fyrirtæki og frumkvöðla í sýslunni, t.d. gagnaverið, Vörusmiðju BioPol og Textílmiðstöð Íslands.
Meira

Í dag er Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er í dag en hann er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert, í fyrsta sinn 2011. Einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök eru ávallt hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Í tengslum við Dag íslenskrar náttúru afhendir umhverfis- og auðlindaráðherra tvær viðurkenningar; Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti og Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Meira

Námskeið fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra stendur fyrir námskeiðum fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu. Allt hráefni sem notað er á námskeiðunum er innifalið í verði þeirra. Þátttakendur taka afurðirnar með sér heim að námskeiði loknu. Námskeiðin eru styrkt og niðurgreidd af Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og unnin í samvinnu við Vörusmiðjuna á Skagaströnd.
Meira

Björn og Hlédís stýra vinnu við mótun landbúnaðarstefnu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Í henni sitja Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri. Með henni starfa Bryndís Eiríksdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri.
Meira

Körfuboltadeild Hvatar stofnuð

Nú nýverið tók gott fólk á Blönduósi sig saman og stofnaði körfuboltadeild innan Hvatar. Formaður deildarinnar er Lee Ann Maginnis en í spjalli við Feyki segir hún meðal annars að stofnendur séu allt mæður barna sem æfðu körfubolta hjá Helga Margeirs (Körfuboltaskóla Norðurlands vestra) síðastliðinn vetur og er stjórnin einungis skipuð konum. Æfingar verða tvisvar í viku í vetur í tveimur aldurshópum.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar endaði á toppnum

Síðastu leikirnir í riðlakeppni 4. deildar fóru fram í gær og á Blönduósvelli tók lið Kormáks/Hvatar á móti stríðsmönnum Stokkseyrar. Ljóst var fyrir leik að heimamenn voru þegar búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 4. deildar en með sigri gátu þeir tryggt sér efsta sætið í B-riðli og þá kannski auðveldari mótherja í átta liða úrslitunum.
Meira

64 milljóna króna halli á Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) var haldinn sl. fimmtudag, að þessu sinni í fjarfundi. Helstu niðurstöður rekstrarársins 2019 eru þær að rekstur stofnunarinnar var að mestu í jafnvægi á árinu, en stofnunin var rekin með tæplega 64 milljóna króna halla sem fjármagnaður var með rekstrarafgangi ársins 2018.
Meira

Indverskar krásir

Matgæðingar í tbl 28 voru þau Hlynur Örn Sigmundsson og Sigríður Heiða Bjarkadóttir. Þau búa á Sauðárkróki ásamt börnum sínum, þeim Míu Björk og Stormi Atla. Hlynur starfar sem deildarstjóri í búsetuþjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði en Sigríður leggur stund á kennaranám. Hlynur og Sigríður fluttu frá Reykjavík á heimaslóðir Sigríðar á Sauðárkróki fyrir þremur árum síðan. Þau gefa lesendum spennandi uppskriftir frá inversku matarkvöldi sem þau héldu með matarklúbbnum sem þau eru í.
Meira

Efling sjálfbærni og seiglu samfélaga á Norðurslóðum

Á heimasíðu Háskólans á Hólum er sagt frá því að þann 1. ágúst síðastliðinn var ýtt úr vör fjögurra ára þverfaglegu rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að þeim hröðu breytingum sem orðið hafa á Norðurslóðum vegna aukinnar alþjóðavæðingar og áskorunum sem þeim fylgja. Verkefnið nefnist ArticHubs og er styrkt af Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa rannsóknamiðaðar og hagnýtar lausnir til að mæta þeim áskorunum sem Norðurslóðir standa nú frammi fyrir.
Meira

Helmingur ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi nýtir ekki hlutabótaleið

Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi telja að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem Covid-19 faraldurinn hefur orsakað. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Markaðsstofa Norðurlands stóð fyrir í ágúst.
Meira