A-Húnavatnssýsla

Sláturtíð hefst 3. september hjá SAH Afurðum

Undirbúningur sláturtíðar hjá SAH Afurðum ehf. er nú í fullum gangi og margt sem þarf að huga að á tímum kórónuveirufaraldurs. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að mikið og gott samstarf hefur verið við Embætti landlæknis, almannavarnir og landssamtök sláturleyfishafa til að draga úr hættu á COVID-19 kórónuveiru smiti og einnig að koma með leiðbeiningar fyrir starfsfólk á þessum erfiðu og sérstöku tímum. Sláturtíð hefst 3. september og áætlað að henni ljúki 20. október.
Meira

Krefjast þess að varnarlínum búfjárveikivarna verði við haldið

Hreppsnefnd og fjallskilanefnd Akrahrepps boðuðu sauðfjárbændur og aðra hagsmunaaðila á svæðinu á fund þann 20. ágúst 2020 til þess að ræða ýmis mál, þ.á.m. þá fyrirhuguðu aðgerð Vegagerðarinnar að fjarlægja ristahlið sem þjónar tilgangi í varnarlínu búfjárveikivarna milli Tröllaskagahólfs og Húna- og Skagahólfs. Það er á ábyrgð MAST að viðhalda varnargirðingum sem fjármagnað er af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, (ANR) en svo virðist sem litlu fjármagni sé ætlað í málaflokkinn nú sem skýrir þá krísu sem komin er upp. Vegagerðin neitar að bera kostnað af viðhaldi rimlahliðsins og hótar því að fjarlægja það.
Meira

Fjögur ný Íslandsmet sett um helgina í Norrænu trapi

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í Norrænu trapi á nýjum NT velli Skotfélagsins Markviss á Blönduósi. Fram kemur á Facebooksíðu skotfélagsins að veður hafi verið með eindæmum gott og var skotið við bestu mögulegu aðstæður þar sem sól og logn var nær alla helgina. Alls mættu 16 keppendur til leiks frá fimm félögum, Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar (SIH), Skotfélaginu Markviss Blönduósi (MAV), Skotfélagi Húsavíkur (SKH), Skotfélagi Reykjavíkur (SR) og Skotfélagi Ólafsfjarðar (SKÓ).
Meira

Ráðstefna og gæðaúttekt á Háskólanum á Hólum

Föstudaginn 28. ágúst nk. kl. 13-16 verður haldin ráðstefna í samstarfi Háskólans á Hólum og gæðaráðs íslenskra háskóla þar sem niðurstöður gæðaúttektar á starfi skólans verða kynntar og ræddar, samhliða umræðu um gæðamál íslenskra háskóla almennt og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Ráðstefnan verður á netinu, fer fram á ensku og er öllum opin. Dagskrá og skráningu má nálgast á vef skólans: www.holar.is
Meira

Ein ferna og tveir þristar á Blönduósvelli

Meira

Vegagerðin ætlar að rjúfa varnalínu búfjárveikivarna

Vegagerðin áformar að fjarlægja þrjú ristahlið á Þjóðvegi 1, tvö hlið í Húnavatnssýslu og eitt hlið við Héraðsvötn en þau eru mikilvægur þáttur í búfjárveikivörnum milli varnarhólfa. Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að varnarlínum búfjárveikivarna verði haldið við samkvæmt lögum þar um og benda á að það grindarhlið sem fjarlægja á í Skagafirði skilur að virkasta riðusvæðis landsins og öðru sem hefur verið laust við riðu í tvo áratugi.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd skorar á sjávarútvegsráðherra að grípa til aðgerða vegna strandveiða

Sveitarfélagið Skagaströnd skorar á sjávarútvegsráðherra að grípa til aðgerða til þess að tryggja öllum strandveiðibátum tólf leyfilega veiðidaga í ágúst. Þetta kemur fram í bókun sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í síðustu viku. Í henni segir að fyrirséð sé að heildarafli sem ætlaður hafi verið til strandveiða muni klárast á næstu dögum með þeim afleiðingum að veiðar fjölda báta um allt land stöðvist.
Meira

Nýr slökkvibíll væntanlegur á Skagaströnd

Slökkvilið Skagastrandar ætlar að fjárfesta í nýjum slökkvibíl. Á sveitarstjórnarfundi Skagastrandar í síðustu viku var lagt fram tilboð frá fyrirtækinu Feuerwehrtechnik Berlin í bifreið af tegundinni Man TGM. Bíllinn er með 3.000 lítra vatnstank og 300 lítra froðutank ásamt því að vera búin öllum helsta búnaði sem nauðsynlegur er til slökkvistarfa. Bíllinn kostar um 35 milljónir króna og var sveitarstjóra falið að ganga frá samningi um kaupin.
Meira

Ekkert staðfest smit á Norðurlandi vesta

Enginn er í einangrun vegna kórónuveirunnar á Norðurlandi vestra en einn er í sóttkví, samkvæmt nýjum upplýsingum á vefnum covid.is. Síðustu tvær vikur hefur einn verið skráður í einangrun og mest voru 15 í sóttkví. Á landinu öllu eru nú 122 í einangrun og 494 í sóttkví. Flestir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 79 í einangrun og 359 í sóttkví. Staðfest kórónuveirusmit er í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra.
Meira

Norðurlands Jakinn um helgina

Norðurlands Jakinn, aflraunakeppni sterkustu manna landsins, fer fram á Norðurlandi um næstu helgi, dagana 22. og 23. ágúst. Keppt verður í sex greinum í nokkrum bæjarfélögum á Norðurlandi, m.a. á Hvammstanga og Skagaströnd. Aðgangur er ókeypis og er almenningur hvattur til að mæta og sjá sterkustu menn landsins sýna krafta sína.
Meira