Sauðfjárbændur krefjast þess að afurðaverð verði birt
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.09.2020
kl. 08.47
Landssamtök sauðfjárbænda skora á stjórnir og stjórnendur sláturleyfishafa að birta afurðaverð fyrir sauðfjárframleiðslu haustsins 2020 þegar í stað en engin verð hafa verið gefin út af þeirra hendi þrátt fyrir að sláturtíð sé víða hafin. Í áskorun samtakanna segir að verði ekki veruleg leiðrétting á verði til bænda þurfi að fylgja þeirri ákvörðun gild rök. Landssamtök sauðfjárbænda skora jafnframt á sömu aðila að gefa samhliða út raunhæfa áætlun um stefnu fyrirtækisins varðandi afurðaverð sauðfjárafurða til næstu tveggja ára með eðlilegum fyrirvörum.
Meira