A-Húnavatnssýsla

Sauðfjárbændur krefjast þess að afurðaverð verði birt

Landssamtök sauðfjárbænda skora á stjórnir og stjórnendur sláturleyfishafa að birta afurðaverð fyrir sauðfjárframleiðslu haustsins 2020 þegar í stað en engin verð hafa verið gefin út af þeirra hendi þrátt fyrir að sláturtíð sé víða hafin. Í áskorun samtakanna segir að verði ekki veruleg leiðrétting á verði til bænda þurfi að fylgja þeirri ákvörðun gild rök. Landssamtök sauðfjárbænda skora jafnframt á sömu aðila að gefa samhliða út raunhæfa áætlun um stefnu fyrirtækisins varðandi afurðaverð sauðfjárafurða til næstu tveggja ára með eðlilegum fyrirvörum.
Meira

Vinnuhópur um bóluefni gegn Covid-19

Undirbúningur sem snýr að framkvæmd kaupa á bóluefni gegn Covid-19 er hafinn í vinnuhópi sem heilbrigðisráðherra skipaði 26. ágúst síðastliðinn og er verið að skoða hvaða leiðir eru færar í þessum efnum. Á heimasíðu stjórnarráðsins kemur fram að fyrir liggur að kaup Íslands á bóluefnum gegn COVID-19 munu fara fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur, líkt og kynnt var á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag.
Meira

Norðan hríð í kortunum og gular veðurviðvaranir í gildi

Það er ekki bjart framundan í veðrinu því spáð er vaxandi norðanátt á morgun með rigningu á norður- og austanverðu landinu og slyddu eða snjókomu til fjalla um kvöldið og segir í athugasemd veðurfræðings á heimasíðu Veðurstofunnar að færð gæti því spillst á fjallvegum annað kvöld. Einnig er spáð hvössum vindstrengjum undir Vatnajökli og á Austfjörðum annað kvöld, sem getur reynst varasamt ökutækjum með aftanívagna.
Meira

Hvað er málið með stjórnarskrána ?

,,Á Íslandi er lýðræði” og þar með er málið afgreitt og þarf ekki að ræða frekar, meirihlutinn ræður – eða er það ekki annars? Vangaveltur fagfólks, umræða og nánari skoðanir hafa leitt í ljós að þetta er hreint ekki alveg svona einfalt og vaxandi fjöldi fólks er orðin efins, ekki síst vegna aukinnar misskiptingar, ójafnræðis og forgangsröðunar sem augljóslega geta ekki talist til hagsbóta fyrir meirihlutann.
Meira

Kormákur/Hvöt komnir á toppinn að nýju

Í gær fór fram hörkuleikur í Egilshöllinni í Grafarvogi þar sem Björninn tók á móti liði Kormáks/Hvatar. Var þetta tíundi leikur liðanna í B-riðli 4. deildar en flest liðin eiga nú eftir að spila tvo leiki. Með sigri var toppsætið gestanna og það var einmitt það sem gerðist, Húnvetningarnir reyndust sterkari og unnu leikinn 1-2.
Meira

Húsnæðisþörf metin fyrir iðn- og tæknimenntun

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp um greiningu á húsnæðisþörf fyrir iðn- og tæknimenntun á Íslandi. Aðsókn í slíkt nám hefur aukist mikið undanfarið, m.a. vegna aukinnar áherslu stjórnvalda á eflingu þess.
Meira

Aukin þjónusta við krabbameinsgreinda á landsbyggðinni

Síðastliðinn föstudag 28. ágúst, var stigið mikilvægt skref í að bæta endurhæfingarferli krabbameinsgreindra á landsbyggðinni með undirritun samnings Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Heilbrigðisráðuneytis við Ljósið um fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreinda. Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu Ljóssins, enda er hún eins og sakir standa nær eingöngu aðgengileg í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi í Reykjavík.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar nálgast úrslitakeppni 4. deildar

Lið Kormáks/Hvatar styrkti stöðu sína í B-riðli 4. deildar á miðvikudagskvöldið þegar þeir sóttu lið Álafoss heim á Tungubakkavöll í Mosfellsbæ. Þegar upp var staðið höfðu Húnvetningarnir gert sex mörk en heimamenn náðu ekki koma boltanum í netið – nema reyndar einu sinni í vitlaust mark. Lokatölur því 0-6 og lið Kormáks/Hvatar í öðru sæti riðilsins, stigi á eftir KFR en eiga leik til góða.
Meira

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar sunnudaginn 13. september 2020 kl. 12-16 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Guðjón Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpa fundinn og taka þátt í umræðum.
Meira

Sögur frá landi slá í gegn - Síðasti þáttur í kvöld

Þriðji og síðast þáttur af Sögum frá landi, sem sýndur er á RÚV, verðu á dagskrá í kvöld en þar fara þau Hlédís Sveinsdóttir og Hallgrímur Ólafsson um Norðurland vestra og kynna sér sögu, menningu og matargerðarlist á svæðinu. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og koma, samkvæmt mælingum, fast á eftir fréttum, íþróttum og veðri.
Meira