A-Húnavatnssýsla

Liðsmenn Kormáks/Hvatar vilja toppsætið

Það dregur til tíðinda í 4. deildinni um helgina en þá verða lokaumferðir riðlakeppninnar spilaðar. Á Blönduósvelli taka heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti sunnlenskum knattspyrnukempum frá Stokkseyri á sunnudaginn. Flest benti til að heimamenn þyrftu nauðsynlega að vinna leikinn til að tryggja sætið í úrslitakeppninni en eftir að lið Skautafélags Reykjavíkur tapaði óvænt fyrir Álafossi í fyrrakvöld þá er það þegar í höfn.
Meira

Ríflega 1500 laxar veiðst í Miðfjarðará

Húni segir frá því að alls hafa veiðst 1.507 laxar í Miðfjarðará sem af er sumri og gaf síðasta veiðivika 100 laxa. Veitt er á átta stangir í ánni. Miðfjarðará er í þriðja sæti yfir aflahæstu ár landsins og er í fyrsta sæti þeirra vatnakerfa sem byggja veiði ekki alfarið á seiðasleppingum.
Meira

Fjórir nýir reiðkennarar á Hólum

„Það eru nýir og breyttir tímar á svo margan hátt, ekki síst hér á Hólum,“ segir í færslu á heimasíðu Háskólans á Hólum en nýverið voru ráðnir þangað fjórir nýir reiðkennarar, í þrjár lausar stöður. Fyrir eru nokkrir reiðkennarar í hlutastarfi svo fleiri einstaklingar munu koma að reiðkennslunni. „Við lítum á þennan fjölbreytileika bæði sem áskorun og jafnframt sem tækifæri á þessum vettvangi og þá sérstaklega vegna þess að nú bætast við einstaklingar með mikilvæga og fjölbreytta styrkleika í hóp reiðkennara við háskólann. Hestamennskan er margslungin og af því leiti erum við heppin að fá þennan flotta hóp til starfa,“ segir í færslunni.
Meira

Lítil breyting á íbúafjölda milli mánaða

Lítil breyting hefur orðið á fjölda íbúa á Norðurlandi vestra í ágúst en talsverðar breytingar eru innan einstakra sveitarfélaga. Þannig fjölgaði íbúum Blönduósbæjar um níu en íbúum í Húnaþingi vestra fækkar um sömu tölu. Fjöldi íbúa í landshlutanum var 7.427 1. september síðastliðinn sem er tveimur íbúum meira en 1. ágúst 2020 og 100 íbúum meira en 1. desember 2019.
Meira

Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði óvirk vegna nágrannaerja

Skemma Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði hefur verið girt af með bifreiðum og vinnuvélum þannig að ekki er hægt að koma búnaði sveitarinnar út ef á þarf að halda. Valgeir Sigurðsson sá er lokaði leið sveitarinnar, segir björgunarsveitina ekki lokaða inni með búnaðinn, þar sem hægt væri að nota austurdyr á skemmu sveitarinnar. Sú leið hefur þó ekki verið notuð fram til þessa.
Meira

Ferðinni í Húsgilsdrag gerð skil í Feyki vikunnar

Í Feyki vikunnar er í ýmis horn að líta, eins og ávallt. Fastir liðir eins og venjulega, afþreying í boði hússins í bland við skemmtilega umfjallanir og viðtöl. Ferðasaga um leiðangur fámenns hóps í Húsgilsdrag þar sem minningarplatti um Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns Arasonar, síðasta kaþólska biskups fyrir siðaskipti, var festur á stein.
Meira

Nýsköpunarkeppni MAKEathon á Króknum

MAKEathon fer fram á Sauðárkróki, Akureyri, Neskaupstað, Reykjavík og á Vestfjörðum dagana 10-18. september. Um er að ræða nýsköpunarkeppni sem leggur áherslu á að búa eitthvað til í höndunum.
Meira

Stéttarfélög gera vel við félagsmenn sína

Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar ætla á ný að gera vel við félagsmenn sína og bjóða þeim frítt á námskeið hjá Farskóla Norðurlands vestra. Félagsmenn annarra stéttarfélaga eru einnig velkomnir á námskeiðin en mörg þeirra styrkja félagsmenn sína um allt að 75% af verði námskeiða. Að þessu sinni er stefnt á að halda alls sex námskeið, þrjú þeirra verða á netinu en hin þrjú staðarnámskeið. Námskeiðin eru öllum opin og er öðrum en félagsmönnum í þessum félögum bent á að skoða rétt sinn hjá sínu félagi.
Meira

Jazz-tónleikar í Blönduósskirkju - Tónleikaröð sóknarnefndar

Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson og píanistinn Agnar Már Magnússon munu koma fram á tónleikum í Blönduósskirkju sunnudaginn 13. september kl. 16. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð, en Andrés og Agnar fengu styrk frá Tónaland - landsbyggðartónleikar vegna verkefnisins. Á efnisskránni eru tónverk eftir þá félaga, auk laga eftir Jón Múla, Cole Porter og Luiz Bonfa.
Meira

Rafhleðslustöðvar á Húnavöllum

Á Húnavöllum hafa verið settar upp tvær rafbílahleðslustöðvar, tvisvar sinnum 22 kW hvor stöð, og því hægt er að hlaða fjóra rafbíla í senn og fræðilega getur hleðsla því orðið 88kW ef rafbílar gætu tekið við því afli. Til að heimtaug Húnavallaskóla fari ekki á yfirálag, ef hleðsla væri svo mikil á sama tíma og mikið álag væri á svæðinu, minnkar straumurinn að rafbílum sem því nemur og eru því hleðslustöðvar álagsstýrðar með nýjustu tækni í þeim málum.
Meira