A-Húnavatnssýsla

Eigið húsnæði fyrir tekjulága

Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. Það getur nú með stuðningi ríkisins keypt sína fyrstu fasteign og haft þannig möguleika á betra búsetuöryggi til langs tíma með því að ríkið fjármagni hluta af verði hagkvæms húsnæðis.
Meira

Afburða leikmenn með rætur til Skagastrandar

Á vef Skagastrandar er sagt frá því að fjórir afburða leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eigi rætur að rekja til staðarins. Það eru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.
Meira

Skjólstæðingar mæti með grímu á heilsugæsluna

Vegna fjölgunar smita í samfélaginu hafa skjólstæðingar sem mæta á heilsugæslur HSN verið beðnir um að vera með grímu við komu á heilsugæsluna og hafa hana á sér bæði í biðstofu og annarsstaðar innan stofnunarinnar.
Meira

Níu ára gamlar myndir úr Laufskálarétt

Sökum hertra sóttvarnaraðgerða sem nú eru í gildi vegna COVID-19 hafa ýmsar takmarkanir verið settar á fyrirkomulag við göngur og réttir þetta haustið. Þannig eru til dæmis aðeins þeir sem eiga erindi í réttir og hafa fengið aðgöngumiða sem mega mæta í réttir og fjöldatakmarkanir miðast við 100 manns. Það verður því ekki fjölmenni í Laufskálarétt þetta árið en Feykir birtir hér níu ára gamla myndasyrpu úr þeirri ágætu rétt en í dag eru nákvæmlega níu ár síðan myndirnar voru teknar.
Meira

Til hamingju Ísland! 25.000 undirskriftir! - Höldum áfram!

Þátttaka landsmanna í undirskriftasöfnuninni "Nýju stjórnarskrána strax!” hefur farið langt fram úr vonum og ekkert lát er á undirskriftum. Þess vegna hefur verið ákveðið að setja markið enn hærra og stefna að 30 þúsund undirskriftum fyrir 20. október.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar komið í undanúrslitin í 4. deild

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar er aftur komið í undanúrslit í úrslitakeppni 4. deildar eftir að hafa lagt Hafnfirðingana í KÁ að velli á Blönduósi í gær. Oliver Torres gerði eina mark leiksins strax á 6. mínútu og þar við sat þrátt fyrir mikla baráttu. Húnvetningarnir mæta öðru liði úr Hafnarfirði í undanúrslitum, ÍH, og verður fyrri leikur liðanna á Blönduósvelli nú á laugardaginn.
Meira

Teitur Björn til liðs við Íslensku lögfræðistofuna

Teitur Björn Einarsson, lögmaður, bætist í hóp lögmanna Íslensku lögfræðistofunnar nú í september og verður með starfsstöð í Skagafirði. Teitur er kvæntur Margréti Gísladóttur og eiga þau saman tvo syni.
Meira

Plastlaus september 2020- Breytum til hins betra

Árvekniátakið Plastlaus september er nú í fullum gangi fjórða árið í röð. Vegna samkomutakmarkana hefur Plastlaus september einbeitt sér að því að miðla upplýsingum og hvatningu til fólks með rafrænum hætti og hefur það fengið afar góðar undirtektir, segir í tilkynningu samtakanna um Plastlausan september, en tekið er dæmi um veggspjaldið „30 leiðir til að minnka plastið“ sem hefur fengið góða dreifingu á samfélagsmiðlum.
Meira

Eitt smit á Norðurlandi vestra og níu í sóttkví

Kórónuveiran hefur enn og aftur löðrungað okkur Íslendinga en talað er um að þriðja bylgjan af COVID-19 hafi skollið á okkur undir lok síðustu viku. Langflest eru smitin á höfuðborgarsvæðinu og virðast einkum tengjast skemmtistöðum og háskólasamfélögunum. 242 einstaklingar eru nú með smit og í einangrun en ríflega 2100 eru í sóttkví.
Meira

35 þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár

Tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár er farið af stað og alls taka 35 býli, víðsvegar um landið, þátt í verkefninu. Markmið þess er leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur falið Hólmfríði Sveinsdóttur, doktor í lífvísindum og næringarfræðingi í Skagafirði, að stýra verkefninu fyrir hönd ráðuneytisins.
Meira