Í dag er Dagur íslenskrar náttúru
Dagur íslenskrar náttúru er í dag en hann er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert, í fyrsta sinn 2011. Einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök eru ávallt hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Í tengslum við Dag íslenskrar náttúru afhendir umhverfis- og auðlindaráðherra tvær viðurkenningar; Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti og Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Viðurkenningarnar verða afhentar á stuttri athöfn í Grasagarðinum við Café Flóru kl. 15:30 í dag.
Tilnefnd til fjölmiðlaverðlaunanna eru:
• Arnhildur Hálfdánardóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV, fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían,
• Axel Bjarkar Sigurjónsson, Hálfdán Helgi Matthíasson og Sölvi Bjartur Ingólfsson fyrir heimildamyndina Mengun með miðlum
• Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á fréttastofu RÚV, fyrir umfjöllun um náttúru Íslands
• Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður á Kjarnanum, fyrir fréttaskýringar um virkjanamál
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.