Átta vettvangsliðar útskrifaðir á Skagaströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
12.05.2021
kl. 08.03
Nýútskrifaðir vettvangsliðar eftir mikið og gott námskeið Sjúkraflutningaskólans á Akureyri. Mynd: Skagaströnd.is
Síðustu helgi þreyttu átta Skagstrendingar próf og útskrifuðust sem vettvangsliðar eftir 40 stunda námskeið frá Sjúkraflutningaskólanum á Akureyri. Á vef sveitarfélagsins segir að Skagstrendingar eigi því nú átta fullgilda vettvangsliða sem tryggja fyrstu hjálp þegar útköll berast og annast einstaklinga þangað til sjúkrabíll og læknir mæta á staðinn.
„Vettvangsliðaverkefnið er samstarfsverkefni HSN og okkar einu sönnu Björgunarsveitarinnar Strandar á Skagaströnd. Við erum mjög stolt af okkar fólki og þakklát fyrir þeirra fórnfýsi í þágu samfélagsins,“ skrifar Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjóri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.