Lið Íbishóls sigraði í liðakeppninni
Lokamót meistaradeildar KS fór fram föstudagskvöldið 7. Maí síðastliðið í reiðhöllinni á Sauðárkróki, en keppt var að þessu sinni í tölti og flugskeiði. Í töltkeppninni var það Bjarni Jónasson sem stóð uppi sem sigurvegari, en í skeiðinu fór Jóhann Magnússon hraðast allra. Mette Manseth stóð uppi sem einstaklings sigurvegari heildarkeppninnar og lið Íbishóls sigraði liðakeppnina.
Í töltkeppninni var Bjarni Jónasson efstur eftir forkeppni á Kötlu frá Ytra-Vallholti og hélt þeirri forystu áfram í úrslitu og endaði sem töltsigurvegari með einkunnina 8,11. Í öðru sæti varð Mette Manseth og List frá þúfum með 7,94 og í því þriðja Þórarinn Eymundsson og Þrá frá Prestbæ með 7,78. Það voru síðan liðsfélagarnir í Íbishólsliðinu, Magnús Bragi Magnússon liðstjóri og Sigursteinn Sumarliðason sem enduðu í fjórða og fimmta sæti, Magnús í því fjórða á Óskadís frá Steinnesi með 7.72 og Sigursteinn í því fimmta á Skrámu frá Skjálg með 7,67. Það er skemmtilegt að vekja athygli á því að það voru einungis merar í braut í A-úrslitunum.
A-ÚRSLIT
- Bjarni Jónasson & Katla frá Ytra-Vallholti 8,11 / STORM RIDER
- Mette Mannseth & List frá Þúfum 7,94 / ÞÚFUR
- Þórarinn Eymundsson & Þrá frá Prestsbæ 7,78 / HRÍMNIR
- Magnús Bragi Magnússon & Óskadís frá Steinnesi 7,72 / ÍBISHÓLL
- Sigursteinn Sumarliðason & Skráma frá Skjálg 7,67 / ÍBISHÓLL
B-ÚRSLIT - Þórdís Inga Pálsdóttir & Fjalar frá Vakurstöðum 7,50 / HRÍMNIR
- Guðmar Freyr Magnússon & Sigursteinn frá Íbishóli 7,39 / ÍBISHÓLL
- Þorsteinn Björn Einarsson & Fannar frá Hafsteinsstöðum 7,22 / HOFSTORFAN – 66°N
- Fanney Dögg Indriðadóttir & Trygglind frá Grafarkoti 7,17 / HRÍMNIR
- Artemisia Bertus & Filma frá Tunguhálsi II 7,06 / EQUINICS
- Vera Evi Schneiderchen & Ramóna frá Hólshúsum 6,94 / EQUINICS
Í flugskeiðinu voru það Jóhann Magnússon og Fröken frá Bessastöðum sem fóru hraðast allra en þau fóru í gegnum höllina á tímanum 4,72. Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu voru næst hraðastir með tímann 4,75 og í þriðja sæti urðu þeir Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ á tímanum 4,76.
Flugskeið
- Jóhann Magnússon og Fröken frá Bessastöðum 4,72 / LEIKNIR
- Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 4,75 / LEIKNIR
- Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ 4,76 / ÍBISHÓLL
- Þórarinn Eymundsson og Gullbrá frá Lóni 4,85 / HRÍMNIR
- Mette Mannseth og Vívaldi frá Torfunesi 4,87 / ÞÚFUR
Í einstaklingskeppninni var það Mette Manseth sem bar sigur úr býtum en hún tók forystu í fyrsta mótinu og lét aldrei af henni það sem eftir var og endaði með 124 stig. Bjarni Jónasson fékk 115 stig í öðrusætinu og Þórarinn Eymundsson 115 í því þriðja.
Niðurstaða í einstaklingskeppni:
- Mette Moe Mannseth 124 stig
- Bjarni Jónasson 115 stig
- Þórarinn Eymundsson 115 stig
- Guðmar Freyr Magnússon 83,5 stig
- Randi Holaker 75 stig
Það var lið Íbishóls sem sigraði liðakeppnina með 292,2 stig. Liðstjóri þess liðs var Íbishólsbóndinn Magnús Bragi Magnússon og með honum í liði voru Guðmar Freyr Magnússon, Védís Huld Sigurðardóttir, Freyja Amble Gísladóttir og Sigursteinn Sumarliðason. Lið Hrímnis endaði í öðru sæti með 281,2 stig og lið Þúfna endaði í því þriðja með 260 stig.
Niðurstaða í liðakeppni:
- Íbishóll 292,2 stig
- Hrímnir 281,2 stig
- Þúfur 260 stig
- Storm Rider 257,7 stig
- Leiknisliðið 205 stig
- Equinics 191 stig
- Horfstorfan 191 stig
- Uppsteypa 185 stig
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.