Síðbúinn afmælisfagnaður Hollvinasamtaka HSB

Sigrún deildarstjóri og Guðrún sjúkraliði ásamt styrktaraðilum og stjórn Hollvinasamtakanna. Myndir aðsendar.
Sigrún deildarstjóri og Guðrún sjúkraliði ásamt styrktaraðilum og stjórn Hollvinasamtakanna. Myndir aðsendar.

Síðastliðinn mánudag héldu Hollvinasamtök HSB á Blönduósi síðbúinn afmælisfagnað í tilefni 15 ára afmælis samtakanna, en afmælið var þann 19. apríl í fyrra. Í því tilefni var efnt til söfnunar til kaupa á rafknúnum sturtustól á sjúkradeild A og 75“ snjall-sjónvarpstæki á 4. hæð. Ákveðið var að bjóða þeim sem styrktu söfnunina í afmæliskaffi.

Styrktaraðilar: Sveinbjörn Sigurðsson,
Anna Guðrún Vigfúsdóttir, Kristófer Sverrisson o
g Gísli Jóh. Grímsson.
Á myndina vantar Jón Aðalstein Sæbjörnsson.

Í tilkynningu frá stjórninni kemur fram að Sigurbjörg deildarstjóri HSB hafi tekið við gjafabréfinu en Guðrún Inga sjúkraliði sýndi gestum notagildi stólsins sem nýtist vel bæði skjólstæðingum og léttir undir með starfsfólki.

Guðrún Inga Benediktsdóttir sjúkraliði
og Kristófer Sverrisson hollvinur.

 

 

 

 

 

„Átti stjórnin og þessir frábæru hollvinir ánægjulega stund saman. Ljóst er að lítið gætum við gert fyrir Heilbrigðisstofnunina okkar, ef ekki væri fyrir stuðning velviljaðra einstaklinga og félaga.“

Tengd frétt: Hollvinasamtök HSB láta gott af sér leiða

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir