Skagabyggð og Svf. Skagaströnd kanna grundvöll til sameiningar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Fréttir
25.06.2021
kl. 13.53
Á fundi sveitastjórnar svf. Skagastrandar sem haldinn var í dag, 25. júní, kom fram að sveitastjóri svf. Skagastrandar og oddviti Skagabyggðar hafi fundað í kjölfar kosninga og rætt þar um mögulega sameiningu sveitarfélagana beggja.
Bæði þessi sveitarfélög kusu gegn sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu í kosningu sem fram fór þann 5. júní sl. Var sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með sveitastjórn Skagabyggðar til þess að meta hvort sameiginlegur grundvöllur sé fyrir því að hefja formlegar viðræður milli sveitarfélaganna.
Fundargerð fundarins má nálgast hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.