Fjórir framboðslistar Frjálslynda lýðræðisflokksins birtir

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem fengið hefur listabókstafinn O fyrir alþingiskosningarnar 25. september nk. hefur birt fjóra framboðslista; í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Framboðslistarnir í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi verða birtir í næstu viku.

Sigurlaug Gísladóttir verslunarmaður á Blönduósi leiðir listann í Norðvesturkjördæmi, Guðmundur Franklín Jónsson, hagfræðingur í Reykjavík norður, Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur í Reykjavík suður, Magnús Guðbergsson, öryrki í Suðurkjördæmi og Björgvin Egill Vídalín Arngrímsson, eftirlaunaþegi í Norðausturkjördæmi.

Listi Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi er eftirfarandi:

1 Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir Verslunarmaður
2 Jóhann Bragason Rafvirki
3 Hafþór Magnússon Sjómaður
4 Jón Sigurðsson Smiður

5 Reynir Sigurður Gunnlaugsson Iðnaðarmaður
6 Karl Löve Öryrki
7 Ásta Björg Tómasdóttir Öryrki
8 Sigurður Þorri Sigurðsson Öryrki

9 Ingólfur Daníel Sigurðsson Tæknimaður
10 Jóhanna María Kristjánsdóttir Eldri Borgari
11 Gunnar Karl Halldórsson Prentari
12 Friðfinnur V Hreinsson Viðskiptafræðingur

13 Guðrún K. Ívarsdóttir Matreiðslumaður
14 Símon Sverrisson Kaupmaður
15 Höskuldur Davíðsson Eldri Borgari
16 Gunnlaugur Dan Sigurðsson Öryrki

Tengd frétt: Sigurlaug Gísladóttir er oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir