A-Húnavatnssýsla

Haraldur oftast strikaður út í Norðvesturkjördæmi

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk flestar útstrikanir, eða færslu neðar á sæti á lista, en nokkur annar í Norðvesturkjördæmi eða 69 sinnum í nýliðnum kosningum eftir því sem fram kemur í skýrslu yfirkjörstjórnar kjördæmisins til landskjörstjórnar og Hagstofu Íslands. Næstflestar voru hjá Stefáni Vagni Stefánssyni Framsóknarflokki, 63 og 46 hjá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins og fv. ráðherra.
Meira

Mismikill áhugi hjá íbúum Skagastrandar og Skagabyggðar á sameiningarviðræðum

Sveitarfélögin Skagabyggð og Skagaströnd ákváðu að framkvæma skoðanakönnun til þess að kanna hug íbúa til þess að taka upp formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Niðurstöður urðu afgerandi á Skagaströnd en einu atkvæði munaði í Skagabyggð.
Meira

Magnús Þór Jónsson sækist eftir formannssæti í Kennarasambandi Íslands

„Í kjölfar afskaplega fallegra áskorana undanfarna daga og vikur hef ég ákveðið að bjóða mig fram til að leiða breiðfylkingu íslenskra kennara í Kennarasambandi Íslands,“ skrifar Magnús Þór Jónsson í tilkynningu til fjölmiðla.
Meira

Stefnt að gróðursetningu 180 þúsund trjáplantna í Spákonufelli

Sagt er frá því á heimasíðu Skagastrandar að nú á þriðjudaginn, 5. október kl. 18:00, munu fulltrúar Skógræktarinnar ásamt sveitarfélaginu halda kynningarfund um sameiginlegt skógræktarverkefni Skógræktarinnar, sveitarfélagsins og One Tree Planted í Fellsborg. Stefnt er að gróðursetningu 180 þúsund trjáplantna í hlíðum Spákonufells og á verkefninu að ljúka haustið 2024.
Meira

Af hlýju sumri 2021 :: Hjalti Þórðarson skrifar

Hásumarið 2021 fer í einhverjar metabækur hvað varðar hlýindi og hafa íbúar á vestanverðu Norðurlandi ekki farið varhluta af þeim hlýindum. Sumarið skall á með látum 24. júní sl. eftir verulega svalan maí og stærstan hluta júnímánaðar. Snjór var þó almennt lítill frá vetrinum.
Meira

Vanda kjörin formaður Knattspyrnusambands Íslands fyrst kvenna

Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var kosin nýr formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands segir að Vanda sé fyrsta konan sem er kosin formaður KSÍ og verður hún fyrst kvenna til þess að taka við embætti formanns í aðildarsambandi UEFA. Hún verður tíundi formaður KSÍ og tekur við af Guðna Bergssyni sem sagði nýverið af sér en ljóst er að verkefnin fram undan fyrir formann KSÍ eru mörg hver afar brýn og erfið.
Meira

Saga hrossaræktar – upphafið :: Kristinn Hugason skrifar

Íslenski hesturinn kom hingað til lands við landnám. Upprunastofninn hefur verið blandaður eins og mannfólkið en þó að uppistöðu til frá Noregi vestanverðum.
Meira

Slagarasveitin sendir frá sér Koss Bylgju

Húnvetningarnir í Slagarasveitinni hafa í ár unnið að upptöku nýs efnis sem líta mun dagsins ljós á næstu vikum og mánuðum. Fyrsta lagið sem Slagarasveitin sendir frá sér að þessu sinni, en sveitin var endurvakin nýlega eftir að hafa legið í dvala í ein 15 ár, er Koss Bylgju sem má nú finna á Spotify.
Meira

Góðan daginn, frú forseti

Alexandra Chernyshova, sem Norðlendingar þekkja vel vegna starfa hennar í sönglistinni, hefur ráðist í það stórvirki að semja óperu í þremur þáttum um ævi og störf frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem fyrst kvenna var kjörin þjóðarleiðtogi í heiminum. Alexandra semur bæði tónlist og handrit en ljóðin eiga Sigurður Ingólfsson, Hannes Hafstein, Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir, Þórhallur Barðason, og Elísabet Þorgeirsdóttir auk Alexöndru sjálfrar.
Meira

Þakka traustið

Ég vil þakka kjósendum Norðvesturkjördæmis það mikla traust sem mér og Flokki fólksins var sýnt í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Ég þakka árangurinn því að kjósendur í kjördæminu hafa trú okkur og þeim stefnumálum sem flokkurinn berst fyrir. Einnig því hugarfari og nálgun sem Flokkur fólksins stendur fyrir þegar kemur að viðfangsefnum samfélagsins.
Meira