Haraldur oftast strikaður út í Norðvesturkjördæmi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.10.2021
kl. 10.37
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk flestar útstrikanir, eða færslu neðar á sæti á lista, en nokkur annar í Norðvesturkjördæmi eða 69 sinnum í nýliðnum kosningum eftir því sem fram kemur í skýrslu yfirkjörstjórnar kjördæmisins til landskjörstjórnar og Hagstofu Íslands. Næstflestar voru hjá Stefáni Vagni Stefánssyni Framsóknarflokki, 63 og 46 hjá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins og fv. ráðherra.
Meira